Tildrulilja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tildrulilja
Fritillaria uva-vulpis
Fritillaria uva-vulpis
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
(óraðað): Angiosperms
Flokkur: Einkímblöðungar
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættkvísl: Fritillaria
Tegund:
F. uva-vulpis

Tvínefni
Fritillaria uva-vulpis
Rix

Fritillaria uva-vulpis er fjölær laukplanta af ættkvísl vepjulilja Fritillaria upprunnin frá austur Tyrklandi, norðvestur Írak og vestur Íran.[1] Hún finnst helst í skóglendum lágfjöllum Zagros,[2] þar sem þær vaxa í rökum engjum [3] og kornökrum milli 900–1800 m yfir sjávarmáli.[4]

Nafn[breyta | breyta frumkóða]

Latneskt heitið þýðir "refa-vínber", og var gefið í Kew eftir kúrdíska nafninu tarsi raiwi skráðu af Guest.[5] Grasafræðingurinn Guest safnaði þessari plöntu í norðaustur Írak 1931 og kom með til Kew. Rannsóknir Rix sýndu að þetta safn var blanda af Fritillaria assyriaca og Fritillaria uva-vulpis.[6] Tegundinni var fyrst lýst af Christabel Beck undir heitinu Fritillaria assyriaca in 1953.[7] Plöntum var safnað af Paul Furse 1962 í Persíu, og komu í ræktun undir því heiti.[8] Árið 1974 mælti Martyn Rix hjá Kew fyrir hinu nýja nafni Fritillaria uva-vulpis fyrir Fritillaria assyriaca sensu Beck.[6] Flestar garðplöntur seldar sem Fritillaria assyriaca eru í raun af tegundinni F. uva-vulpis.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Laukur Fritillaria uva-vulpis er 3 sm að þvermáli. Blómstrandi er plantan um 30 - 45sm á hæð. Þrjú til fimm, vanalega fjögur skærgræn laufblöð eru 8–12 sm löng og 1–2 sm breið, efri blöðin eru smærri. Hver stöngull ber eitt, sjaldan tvö lútandi, bjöllulaga blóm. Krónublöðin eru rúnnuð og dökkfjólublá með málmgljáa að utan, með skærgula bryddingu við mynnið, og gul að innan.[1] Stíllinn er stuttur og gulur, ódeildur[3] og 5–7 mm langur. Fræbelgurinn er sívalur, um.þ.b. 3 sm langur og 1 sm í þvermál.[9]

Blómstrandi Fritillaria uva-vulpis

Hún líkist mjög Fritillaria assyriaca sem, hinsvegar, hefur sprota á stönglinum, grænleitari blóm og aðeins víðari munn og vex yfirleitt hærra yfir sjó.

Ræktun[breyta | breyta frumkóða]

Fritillaria uva-vulpis þarf hlý og þurr sumur, og frjósaman, humus-ríkan jarðveg. Í Bretlandi er talið best að hafa hana í pottum. Hún fjölgar sér auðveldlega með smálaukum, sem þurfa nokkur ár áður en hún nær blómgunarstærð. Laukunum ætti að vera plantað um 10 sm dýpt.[4] Blómstrar í apríl í Bretlandi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 "Botanica. The Illustrated AZ of over 10000 garden plants and how to cultivate them", p. 384. Könemann, 2004. ISBN 3-8331-1253-0
  2. E. Martyn. Rix, Notes on Fritillaria (Liliaceae) in the Eastern Mediterranean Region, I &II. Kew Bulletin 29/4, 1974, Map 5; 653. Stable URL: http://www.jstor.org/stable/4108130
  3. 3,0 3,1 Alpine Garden Society, The bulbous plants of Turkey and Iran. Pershore 2007, 121
  4. 4,0 4,1 Anna Pavord, Bulb. London, Mitchell Beazley 2009, 222
  5. E. Martyn. Rix, Notes on Fritillaria (Liliaceae) in the Eastern Mediterranean Region, I &II. Kew Bulletin 29/4, 1974, 351. Stable URL: http://www.jstor.org/stable/4108130
  6. 6,0 6,1 E. Martyn Rix, Notes on Fritillaria (Liliaceae) in the Eastern Mediterranean Region, I &II. Kew Bulletin 29/4, 1974, 633-654. Stable URL: http://www.jstor.org/stable/4108130
  7. Christabel Beck, Fritillaries, A Gardener's Introduction to the Genus Fritillaria. London, Faber & Faber
  8. Paul Furze 1961, Some Fritillarias exhibited at the R.H.S. shows, 1960. Lily Year Book 1961
  9. E. Martyn Rix, Notes on Fritillaria (Liliaceae) in the Eastern Mediterranean Region, I &II. Kew Bulletin 29/4, 1974, 651. Stable URL: http://www.jstor.org/stable/4108130