Liljubjalla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lilioceris lilii
Scarlet lily beetle lilioceris lilii.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Bjöllur (Coleoptera)
Ætt: Laufbjallnaætt (Chrysomelidae)
Undirætt: Criocerinae
Ættflokkur: Criocerini
Ættkvísl: Lilioceris
Tegund:
L. lilii

Tvínefni
Lilioceris lilii
(Scopoli, 1763)

Liljubjallan (fræðiheiti: Lilioceris lilii) er blaðbjalla sem étur stilka, blöð, brum og blóm á liljum, vepjuliljum og öðrum plöntum í liljuætt (Liliaceae). Liljubjallan verpir aðallega á plöntur af ættkvíslunum Liliuim og Fritillaria.[1] Liljubjallan er upprunnin frá Evrasíu og hefur dreifst til Stóra-Bretlands og Kanada um 1943, líklegast sem laumufarþegar á innfluttum liljulaukum. Liljubjallan er talin vera plága í flestum tempruðum löndum þar sem liljur eru ræktaðar.

egg

Lirfurnar eru með appelsínugula skrokka og svört höfuð. Þær þekja sig sjálfar með eigin úrgangi til að fæla burt rándýr og mynda svarta klumpa. Fullorðnir einstaklingar eru skarlatsrauðir og um 6-9 mm langir. Liljubjöllur bregðast við hættu með því að láta sig detta til jarðar og fela sig.

Lirfu
Lirfur þaktar eigin úrgangi

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Enska Wikipedia gefur upp eftirfarandi heimild:Lily Leaf Beetle Geymt 2008-09-20 í Wayback Machine In University of Rhode Island Cooperative Extension.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.