Liljubálkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Liliales
Tímabil steingervinga: Snemma á Krítartíma til nútíma
Lilium martagon (Túrbanlilja)
Lilium martagon (Túrbanlilja)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Monocot)
Flokkur: Einkímblöðungar
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Perleb (1826)[1]
Families

Alstroemeriaceae
Campynemataceae
Colchicaceae
Corsiaceae
Liliaceae
Melanthiaceae
Petermanniaceae
Philesiaceae
Ripogonaceae
Smilacaceae

Liljubálkur (fræðiheiti: Liliales eldra heiti: Lilia) er ættbálkur einkímblöðunga. Þessi bálkur inniheldur liljuætt meðal annars en bæði ættin og bálkurinn hafa mjög umdeilda flokkunarsögu, þar sem ekki hafa allir verið sammála um hvernig eigi að flokka liljubálkin né liljuættina. Vel þekktar plöntur innan liljubálksinns eru liljur, túlipanar, skógarlilja og hnerrarót.

APG III kerfið (2009) setur þennan ættbálk í hóp einkímblöðunga. Í APG III, er ættin Luzuriagaceae sett saman við ættina Alstroemeriaceae og ættin Petermanniaceae viðurkennd. APG III notar þessa flokkun:

Þannig flokkuð inniheldur ættbálkurinn aðallega jurtkenndar plöntur en vafningsviður og runnar eru þar einnig. Þær eru að mestu fjölærar jurtir með rótarhnýðum eða renglum. Ættin Corsiaceae er sérstök fyrir að vera sníkjuplöntur.

Ættbálkurinn hefur heimsútbreiðslu. Stærri ættirnar (með meira en 100 tegundir) eru að mestu afmarkaðar við norðurhvel jarðar eða eru dreifðar um heiminn en mest þó í norðri. Á hinn bóginn eru minni ættirnar (með upp að 10 tegundum) afmarkaðar við suðurhvel, eða stundum bara Ástralíu eða Suður Ameríku. Heildarfjöldi tegunda í ættbálknum er nú um 1300.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Einkennandi fyrir liljubálk eru safakirtlar á krónublöðum og úthverfir fræflar. Þetta greinir þá frá plöntum með blómbotns kirtlum og innhverfa fræfla sem einkennir flesta aðra einkímblöðunga.

Flokkun[breyta | breyta frumkóða]

Þróunarsaga flokkunar[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt APWeb, er skyldleiki ætta í liljubálknum eftirfarandi:

Liliales

Corsiaceae

Campynemataceae

grein með 50‑80% stuðningi

Melanthiaceae

grein með 50‑80% stuðningi

Petermanniaceae

Colchicaceae

Luzuriagaceae

Alstroemeriaceae

Rhipogonaceae

Philesiaceae

Smilacaceae

Liliaceae

Eldri flokkun[breyta | breyta frumkóða]

APG II kefið (2003) setur þennan bálk í flokk einkímblöðunga og notar þessa flokkun:

APG kerfið (1998) setti einnig þennann bálk í flokk einkímblöðunga, en með aðeins annarri afmörkun (ekki með ættina Corsiaceae):

Cronquist kerfið (1981) setti bálkinn í undirflokkinn Liliidae í flokkinum Liliopsida [= monocotyledons] í deildinni Magnoliophyta [= angiosperms]. Það notaði miklu víðari afmörkun og margar tegundanna voru settar í Asparagales og Dioscoreales af APG II):

Thorne kerfið (1992) setti bálkinn í yfirbálkinn Lilianae í undirflokkinn Liliidae í flokkinum Magnoliopsida og notaði þessa flokkun:

  • Liljuættbálkur
    ættin Alstroemeriaceae
    ættin Campynemataceae
    ættin Colchicaceae
    ættin Iridaceae
    ættin Liliaceae
    ættin Melanthiaceae
    ættin Trilliaceae

Dahlgren kerfið setti bálkinn í yfirbálkinn Lilianae í undirflokkinn Liliidae í flokkinum Magnoliopsida og notaði þessa flokkun:

  • Liljuættbálkur
    ættin Alstroemeriaceae
    ættin Calochortaceae
    ættin Colchicaceae
    ættin Iridaceae
    ættin Liliaceae
    ættin Uvulariaceae

Í Engler kerfinu (1964 uppfærsla) var svipaður bálkur nefnd Liliiflorae, sett í flokkinn Monocotyledoneae af undirdeildinni Angiospermae.

Wettstein kerfið, síðast endurskoðuð 1935, notaði nöfn svipuð þeim í Engler kerfinu. Ættbálkur var nefndur Liliiflorae settur í flokk Monocotyledones af undirdeildinni Angiospermae. Bálkurinn var flokkaður nokkuð svipaður og hjá Cronquist.

Eldra nafn fyrir ættbálkinn er Coronarieae úr Bentham & Hooker kerfinu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • W. S. Judd, C. S. Campbell, E. A. Kellogg, P. F. Stevens, M. J. Donoghue (2002). Plant Systematics: A Phylogenetic Approach, 2nd edition. Sinauer Associates, Sunderland, Massachusetts. ISBN 0-87893-403-0.}}
  • K. J. Perleb (1826). Lehrbuch der Naturgeschichte des Pflanzenreichs, 129. Magner, Freiburg im Breisgau.
  • P. J. Rudall, K. L. Stobart, W.-P. Hong, J. G. Conran, C. A. Furness, G. C. Kite, M. W. Chase (2000) Consider the Lilies: Systematics of Liliales. In: Wilson K, Morrison DA, (eds.). Monocots: Systematics and Evolution. CSIRO, Melbourne. ISBN 0-643-06437-0.}}
  • Wilson, K. L.; Morrison, D. A., ritstjórar (2000). Monocots: Systematics and evolution (Proceedings of the Second International Conference on the Comparative Biology of the Monocotyledons, Sydney, Australia 1998). Collingwood, Australia: CSIRO./pid/2424.htm|isbn=0-643-06437-0|accessdate=14 January 2014 }} Excerpts
  • Vinnersten, A.; Bremer, K. (2001). „Age and biogeography of major clades in Liliales“. American Journal of Botany. 88 (9): 1695–1703. doi:10.2307/3558415. JSTOR 3558415. PMID 21669704. (Available online: [1])}}

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Angiosperm Phylogeny Group (2009), „An update of the Angiosperm Phylogeny Group classification for the orders and families of flowering plants: APG III“, Botanical Journal of the Linnean Society, 161 (2): 105–121, doi:10.1111/j.1095-8339.2009.00996.x, afrit af upprunalegu geymt þann 25. maí 2017, sótt 10. desember 2010