Erlulilja
Erlulilja | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Fritillaria affinis
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Fritillaria affinis (Schult. & Schult.f.) Sealy | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Erlulilja (Fritillaria affinis) er jurt af liljuætt (Liliaceae).
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Fritillaria affinis eru jurtkenndar plöntur, milli 10 og 120 sentimeter háar. Hinir stóru laukar þessarar tegundar eru þaktir kjötmiklum, sterkjuríkum laukflögum. Laukflögurnar eru smáar, 2-20 stk en geta orðið 50 eða fleiri.
Blöðin eru í 1 - 4 hvirfingum og 2-8 stök blöð. Þeir eru raðað andspænis hver öðrum og eru lensu- til sporöskju-laga. Hvert blað er á milli 4 og 16 sentimetra langt en er venjulega styttra en blómin.
Blómin eru lútandi og ilma vel. Hún blómstrar á vorin. Blómin eru 1-4 cm, gulleit eða græn-brún með miklu af gulum dröfnum,til fjólublá-svört með smá dröfnum eða gul-græn með fjólubláum dröfnum.
Krómosómatalan 2n = 24, 36, 48. Það þekkist að F. affinis myndi blendinga í náttúrunni við Fritillaria recurva.
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Dreifingu er frá vesturhluta Norður-Ameríku um Bresku Kólumbíu, Kaliforníu, Idaho, Montana, Oregon og Washington. Fritillaria affinis dafnar í eik eða furu skógum, eða graslendi á bilinu 0-1800 metra hæð yfir sjávarmáli.
Það eru tvö afbrigði:
Fritillaria affinis var. affinis
Fritillaria affinis var. tristulis
Ræktun og nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Kýs láglendi, skugga eða hálfskugga, þurran sumardvala og gott frárennsli. Samkvæmt sumum heimildum er hún erfið í ræktun, en aðrir segja hana eina auðveldustu vepjuliljuna til ræktunar. Ræturnar eða laukarnir eldaðir eru bragðgóðir og næringarríkir.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Flora of North America, Bindi 26, Síða 166 Online Zugriff am 7. Dezember 2009