Fara í innihald

Svalalilja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lilium nanum)
Svalalilja

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar(Monocot)
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættkvísl: Lilium
Tegund:
Lilium nanum

Tvínefni
L. nanum
Klotzsch
Samheiti

Nomocharis nana (Klotzsch) E.H.Wilson

Lilium nanum

Svalalilja (fræðiheiti: Lilium nanum) er tegund af liljuætt. Tegundin vex víða í Himalajafjöllum. Svalalilja fannst fyrst 1845 í ferð Waldimars af Prússlandi (1817–1849) en var fyrst lýst 1860.

Svalalilja er fjölær jurt, 8 til 42 cm á hæð. Laukurinn er 2 - 4 cm hár og 1 - 2,3 cm að ummáli. 9 til 22 lausir smálaukar eru hvítir og mjólensulaga, 0.3 til 0.8 cm breiðir.

Stöngullinn er grannur og grænn, hárlaus og 0.15 til 0.3 cm þykkur. Frá rót að toppi hann er með 4 - 14 mjó-eða breið-línulaga lauf, 5 til 15.5 cm löng og milli 0.2 and 0.7 cm breið.

Plantan blómstrar í júní með stökum lútandi klukkulaga blómum. Blómstöngullinn er grannur og 0,5 til 5,5 cm langur og sveigður. Grunnlitur blómanna er lilla til fjólublár, sjaldan hvítleitur, þó er afbrigðið flavidum gult.

Útbreiðsla og uppruni

[breyta | breyta frumkóða]

Tegundin er útbreidd í Himalajafjöllum. Hún finnst í Suðvestur Kína (Sichuan, Tíbet, Yunnan), norður af Myanmar, í Nepal, Bhutan og Indlandi (Sikkim). Hún vex á milli 3500 m og 4500 m yfir sjávarmáli, finnst einnig yfir trjálínu.

Tegundin vex á graslendi og oft grýttum og skógarjaðri, furuskógum, kjarri eða engjum, stundum á skyggðum og skýldum svæðum nálægt eini og dvergbirki.

  • L. nanum var. flavidum: Blómin eru með gulum lit. Afbrigðið finnst aðallega í Tibet, Yunnan und Myanmar.