Stelkalilja

From Wikipedia
Jump to navigation Jump to search
Stelkalilja
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
Skipting: Tracheophyta
Flokkur: Einkímblöðungar
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættkvísl: Fritillaria
Tegund:
Fritillaria bithynica

Samheiti

Fritillaria schliemannii Sint. ex Rodigas
Fritillaria pineticola O.Schwarz
Fritillaria dasyphylla Baker
Fritillaria citrina Baker


Fritillaria bithynica[1] er tegund plantna af liljuætt, sem fyrst var lýst af John Gilbert Baker.[2][3] Engar undirtegundir finnast skráðar.[2]


Lýsing[edit | edit source]

Stelkalilja er 7 - 20 sm. Laufin eru 5 - 12 oddbaugótt til egglaga, þau neðri vanalega pöruð, þau efri 3 í hvirfingu. Laukurinn að 2 sm að þvermáli. Blómin tvö til fjögur eru bjöllulaga, gulleit til græn að utan og innan, krónublöðin sjaldan með fjólubláar rendur. Blómgast í maí.

Útbreiðsla[edit | edit source]

Vesturhluti Tyrklands og Chios og Samos-eyjum í austur Miðjarðarhafi. Vex helst í opnum furuskógi eða í eikarkjarri(Quercus coccineus)

Heimildir[edit | edit source]

  1. Baker, 1874 In: J. Linn. Soc., Bot. 14: 264
  2. 2,0 2,1 Snið:Webbref
  3. WCSP: World Checklist of Selected Plant Families


Ytri tenglar[edit | edit source]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.