Fara í innihald

Krummalilja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fritillaria camschatcensis)
Krummalilja

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Dulfrævingar
(óraðað) Einkímblöðungar
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættflokkur: Lilieae
Ættkvísl: Fritillaria
Tegund:
F. camschatcensis

Samheiti
  • Amblirion camschatcense (L.) Sweet
  • Fritillaria camschatcensis f. flavescens (Makino) T.Shimizu
  • Fritillaria camschatcensis var. flavescens Makino
  • Fritillaria saranna Stejneger
  • Lilium camschatcense L.
  • Lilium nigrum Siebold
  • Lilium quadrifoliatum E.Mey. ex C.Presl
  • Sarana edulis Fisch. ex Baker

Fritillaria camschatcensis er tegund af liljuætt sem er villt frá norðaustur Asíu til norðvestur Norður Ameríku.

Á sænsku; Svart klocklilja. á þýsku; Schatten-Schachblume. á Rússnesku; Ря́бчик камча́тский. á ensku; Black sarana. að auki eru nöfnin; rice lily, northern rice-root, (vegna hrísgrjónalíkra æxlilauka sem myndast kringum aðallaukinn) og skunk lily, dirty diaper og outhouse lily vegna lyktarinnar af blóminu. Enska heitið Sarana virðist vera komið úr mongólskum og síberískum málum yfir ætar laukplöntur, yfirleitt af liljuætt.[1]

Vex villt frá norðaustur Asíu til norðvestur Norður Ameríku, meðtalin; norður Oregon, Washington ríki, Breska Kólumbía, Alaska, norðurhluta Japan, og austasti hluti Rússlands (Amur, Kamchatka, Khabarovsk, Magadan, Primorye, Sakhalin og Kúrileyjar).[2] . á svæðum með björtum skógum með rökum jarðvegi og rökum grasengjum.[3]

Krummalilja myndar sterkjuríka lauka sem oft eru étnir af ýmsum villtum dýrum og einnig af innfæddum á útbreiðslusvæðinu. Þeir eru með allnokkrum þykkum laukblöðum ekki ólíkt hvítlauk. Laufin eru lensulaga, allt að 10 sm löng, kransstæð á stönglinum. Stöngullinn er 30 - 60 sm, með blómum á enda. Blómin eru 2-4 saman, lútandi, dökkbrún eða nær svört, stundum með gulum dröfnum.[4][5][6][7] Einstaka sortir eru með algulum blómum.

Nokkuð til í görðum á Íslandi, hefur reynst harðger, til dæmis í Lystigarði Akureyrar og Grasagarði Reykjavíkur.[8]

Krummalilja myndar sterkjuríka lauka sem eru oft étnir af ýmsum villtum dýrum á útbreiðslusvæðinu og innfæddum. Innfæddir nota þá hráa, eldaða eða þurrkaða. Eldaðir laukarnir eru sagðir bragðast eins og bakaðar kastaníur. Bragðbestu laukarnir eru sagðir koma frá strandsvæðum þar sem áhrifa salts frá hafi gætir.[9] Búðingur er gerður með því að blanda lauknum við krækiber.[10] Laukurinn er einnig þurrkaður og malaður, svo notaður sem sterkja eða mjöl til að gera brauð eða súpur.[10] Óþroskaðir fræbelgirnir geta einnig nýst til matar en eru nokkuð rammir.

Krummalilja er notuð í görðum vegna óvenjulegs litar blómsins og harðgeris.

Heimildir og tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Middle Mongolian Loan Words in Volga Kipchak Languages eftir Éva Csáki
  2. Kew World Checklist of Selected Plant Families[óvirkur tengill]
  3. Blomsterløg og knolde eftir Lena Månsson 2000
  4. Flora of North America v 26 p 168, Fritillaria camschatcensis
  5. Ker Gawler, John Bellenden. 1809. Botanical Magazine 30: sub pl. 1216, Fritillaria camschatcensis
  6. Linnaeus, Carl von. 1753. Species Plantarum 1: 303, sem Lilium camschatcense
  7. Shimizu, Tatemi. 1983. New Alpine Flora of Japan in Color 2: 358, sem Fritillaria camtschatcensis forma flavescens
  8. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2020. Sótt 20. janúar 2016.
  9. The Encyclopedia of Medicinal Plants eftir A. Chevallier.
  10. 10,0 10,1 Cornucopia - A Source Book of Edible Plants eftir S. Facciola