Fritillaria ojaiensis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fritillaria ojaiensis
Fritillaria ojaiensis 2 lsimpson lg.jpg
Ástand stofns
Status TNC G2.svg
Í hættu (TNC)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
(óraðað): Angiosperms
Flokkur: Einkímblöðungar
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættkvísl: Fritillaria
Tegund:
F. ojaiensis

Tvínefni
Fritillaria ojaiensis
Davidson

Fritillaria ojaiensis er sjaldgæf tegund vepjulilju af liljuætt frá N.- Ameríku.

Hún er einlend í Kaliforníu með óreglulega útbreiðslu í norðvestur og mið-vestur hluta ríkisins..[1] Einnig hefur hún fundist meðfram strönd Mendocino County um 650 km í norður[2]

tegundin er nefnd eftir Ojaiborg í Ventura sýslu.[3]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Fritillaria ojaiensis er með uppréttan stöngul um 50 sm háan. Hin löngu, beinu og mjög grönnu blöð vaxa í hvirfingum neðst á stönglinum og í pörum ofar.[4]

Blómin eru í hálfkvísl. Hvert blóm er með sex krónublöð, 1 - 3 sm löng og græn-gul/-fjólublá með fjólubláum dröfnum.[4]

Tegundin líkist Fritillaria affinis og eru þær stundum taldar sama tegund.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Fritillaria ojaiensis Davidson Ojai fritillary“. Sótt 15. ágúst 2013.
  2. Calflora taxon report: Fritillaria ojaiensis (Ojai fritillary)
  3. Davidson, Anstruther. 1922. New botanical species from S. California. Bulletin of the Southern California Academy of Sciences 21(2): 39-41 á ensku; inniheldur teikingu af Fritillaria ojaiensis á blaðsíðu 40
  4. 4,0 4,1 4,2 „Flora of North America, Fritillaria ojaiensis. Sótt 15. ágúst 2013.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]