Fara í innihald

Lilja (planta)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lilium)
Lilja (planta)
Lilium candidum
Lilium candidum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar(Monocot)
Yfirættbálkur: Lilianae
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Juss.
Undirætt: Lilioideae
Ættflokkur: Lilieae
Ættkvísl: Lilium
L.
Einkennistegund
Lilium candidum L.[1]
Útbreiðsla liljutegunda
Útbreiðsla liljutegunda
Tegundir

Listi yfir Liljutegundir

Samheiti
 • Lirium Scop.
 • Martagon Wolf 1776 not Opiz 1852
 • Martagon Opiz 1852,illegitimate homonym not Wolf 1776

Lilium (tegundir hverrar sem eru eiginlegar liljur) er ættkvísl jurtkenndra blómstrandi plantna sem vaxa af laukum, allar með áberandi blómum. Liljur eru blómstrandi plöntur sem eru mikilvægar í menningu og bókmenntum í mestöllum heiminum. Flestar tegundirnar eru upprunnar frá tempruðum svæðum norðurhvels, þó að útbreiðsla þeirra nái til heittempraða beltisins. Margar aðrar plöntur hafa "lilja" í almennu nafni þeirra án þess að vera skyldar eiginlegum liljum.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Lilium longiflorum blóm – 1. Fræni, 2. Stíll, 3. Frjóhnappur, 4. Frjóþráður, 5. Krónublað

Liljur eru hávaxnir fjölæringar (frá 60 til 180 sm.). Þeir mynda nakta eða hýðislausa neðanjarðarlauka. Flestir laukarnir eru djúpt í jörð, en nokkrar tegundir mynda lauka við yfirborð. Margar tegundir mynda rætur á stönglum. Hjá þeim, vex laukurinn eðlilega í nokkurri dýpt í jarðveginum, og á hverju ári myndar nýrir stönglar aukarætur fyrir ofan laukinn þegar þeir koma upp. Þessar rætur eru viðbót við ræturnar á enda lauksins.

Blómin eru stór, oft ilmandi, og eru í ýmsum litum, m.a. hvít, gul, rauðgul, bleik, rauð og fjólublá. Stundum dröfnur eða blettir. Plönturnar eru síð-vor- eða sumar-blómstrandi.

Fræ þroskast síðla sumars. Þau hafa breytilegt og stundum flókin fræspírunar mynstur, mörg aðlöguð að svölum tempruðum climates.

Náttúrulega eru flestar tegundir af tempruðum svæðum lauffellandi og eru í dvala um vetur í sínu náttúrulega umhverfi. En nokkrar tegundir sem hafa útbreiðslu á svæðum með heitum sumrum og mildum vetri (Lilium candidum, Lilium catesbaei, Lilium longiflorum) missa laufin og eru með stuttan dvala um sumar og haust, spíra frá hausti til veturs, mynda dvergstöngul með blaðhvirvingu þangað til þær hafa fengið hæfilega kælingu, þá byrjar stöngullinn aftur að vaxa í hlýindum.

Flokkunarfræði[breyta | breyta frumkóða]

Flokkunarfræðileg skifting í undirættkvísl fylgir klassískri skiftingu Combers,[2] samþykki á tegundum fylgir " World Checklist of Selected Plant Families",[3] flokkunarfræði á undirættkvíslinni Pseudoliriumer úr Flora of North America,[4] flokkunarfræðin á undirættkvíslinni Liriotypus tekur mið af Resetnik et al. 2007,[5] flokkunarfræðin á Kínverskum tegundum (ýmsar undirættkvíslir) fylgja "Flora of China" [6] og flokkunarfræðin á undirættkvíslinni Sinomartagon fylgir Nishikawa et al.[7] sem og flokkunarfræðin á undirættkvíslinni Archelirion.[8]

"World Checklist of Selected Plant Families", álítur Nomocharis sér ættkvísl[9], hinsvegar álíta sumir grasafræðingar Nomocharis sem hluta af Lilium.[10]

Það eru sjö flokkar;

Martagon[breyta | breyta frumkóða]

Pseudolirium[breyta | breyta frumkóða]

Liriotypus[breyta | breyta frumkóða]

Archelirion[breyta | breyta frumkóða]

Sinomartagon[breyta | breyta frumkóða]

Leucolirion[breyta | breyta frumkóða]

Daurolirion[breyta | breyta frumkóða]

Nokkrar tegundir áður taldar til þessarar ættkvíslar hafa verið fluttar í aðrar. Þessar ættkvíslir eru Cardiocrinum, Notholirion, Nomocharis og Fritillaria.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Grasafræðiheitið Lilium er Latneskt form og er Linnaean nafn. Latínuheitið er dregið af Grísku λείριον, leírion, yfirleitt talið vísa til eiginlegra, hvítra lilja eins og t.d. Madonnulilja.[14][15] Orðið er tekið að láni frá Koptísku (mállýsk. Fayyumic) hleri, from standard hreri, frá Demotísku hrry, frá Egypsku hrṛt "blóm".[heimild vantar] Meillet heldur því fram að bæði egypska og gríska orðið séu hugsanlega tekin úr útdauðu, substratum tungumáli úr eystra miðjarðarhafssvæðinu.[heimild vantar] Grikkir notuðu einnig orðið κρῖνον, krīnon, þó fyrir liljur sem ekki voru hvítar.

Orðið "lilja" hefur í gegn um tíðina verið notað á ýmsar blómstrandi plöntur, oft með aðeins yfrborðskennd líkindi við eiginlegar liljur, þar á meðal vatnalilja, blálilja, köllulilja, dalalilja, daglilja og fleiri. Allar enskar þýðingar á biblíunni túlka hebreska shūshan, shōshan, shōshannā sem "lilju", en "lilja meðal þyrna" í Söngvum Salómons, til dæmis, gæti verið skógartoppur.[16]

Útbreiðsla og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Útbreiðsla lilja í gamla heiminum er um mestalla Evrópu, megnið af Asíu og Japan, suður til Indlands, og austur að Indókína og Filippseyjar. Í nýja heiminum eru þær frá suðurhluta Kanada niður í gegn um mest af Bandaríkjunum. Þær eru yfirleitt aðalagaðar skóglendi, oft fjallendi, sjaldnar graslendi. Fáeinar lifa af í mýrum og ásetar þekkjast í frumskógum suðaustur Asíu. Yfirleitt vilja þær hóflega súran jarðveg og eða kalklausann.

Ræktun[breyta | breyta frumkóða]

Margar tegundir eru ræktaðar í görðum í tempruðum og heittempruðum svæðum. Þær geta einnig verið ræktaðar sem pottaplöntur. Fjöldi blendinga hefur verið ræktaður. Sumar liljur, sérstaklega Lilium longiflorum, eru mikilvægar til afskurðar (vendi og blómaskreytingar).

Liljum er yfirleitt plantað sem laukum á dvalatímabilinu. Best þykir að setja þær niður á móti suðri (á norðurhveli), í vægum halla í dýpt sem er 2½sinnum hæð lauksins (nema Lilium candidum sem ætti að vera plantað við yfirborð jarðvegs). Flestar liljur kjósa frjósaman jarðveg,en gott frárennsli er nauðsynlegt. Margar tegundir blómstra í júlí eða ágúst (norðurhveli). Blómgunartími vissra liljutegunda byrjar á vorin, meðan aðrar blómstra síðsumars eða snemma á haustin.[17] Þær hafa rætur sem draga laukana niður í hæfilega jarðvegsdýpt, þessvegna er æskilegra að planta þeim grunnt fremur en of djúpt. Sýrustig jarðvegs ætti að vera um 6.5 pH. Jarðvegurinn ætti að vera með góðu frárennsli, og plönturnar vökvaðar reglulega á vaxtartímabilinu. Plönturnar hafa yfirleitt kröftuga stöngla, en þær sem eru með þunga blómskipun gætu þurf stuðning.[18][19]

Pestir og sjúkdómar[breyta | breyta frumkóða]

Liljubjalla, Lilioceres lilii

Blaðlýs geta lagst á plönturnar. Folaflugur nærast á rótunum. Lirfur Liljubjöllunnar geta valdið alvarlegum skemmdum á stönglum og blöðum. Liljubjalla verpir og lifir einungis á eiginlegum liljum (Lilium) og keisaraliljum (Fritillaria).[20] Liljubjalla er mishrifin af tegundum liljuættar en hún er farin að hafa áhrif á innfæddar N-Amerískar tegundir.[21] Dagliljur (Hemerocallis, ekki eiginlegar liljur) eru undanþegnar þessari plágu. Grasbítar og mýs geta skemmt eða eyðilagt plönturnar. Sniglar og þúsundfætlur ráðast á smáplöntur, blöð og blóm. Brúnir blettir geta bent til grámyglu. Ýmsir sveppa og vírussjúkdómar geta valdið mislitun laufa og vanvexti.

Fjölgun og vöxtur[breyta | breyta frumkóða]

Liljum er hægt að fjölga á nokkra vegu:

 • með skiftingu á laukum
 • með æxlilaukum sem myndast á stönglum sumra tegunda
 • með því að brjóta blöðin af lauknum og plantað til að mynda nýjan lauk
 • með fræi; það eru mismunandi eftir tegundum hversu auðvelt það er
 • með örfjölgunar tækni (t.d. vefjarækt);[22] iðnaðarmagn af liljum er oft fjölgað in vitro og síðan plantað út til að vaxa og verða nógu stórar plöntur til að selja.

Samkvæmt rannsókn gerðri af Anna Pobudkiewicz og Jadwiga hjálpar notkun á flurprimidol blað-spreyi í takmörkun á lengingu stönguls hjá oriental liljum. (1)

Eitrun[breyta | breyta frumkóða]

Sumar liljutegundir eru eitraðar köttum. Þetta á sérstaklega við um Lilium longiflorum. Þó geta aðrar liljutegundir og hinar óskyldu Hemerocallis geta valdið sömu einkennum.[23][24][25] Eiginleg eiturvirkni er óþekkt, en nýrun skemmast. Fara skal með köttinn strax til dýralæknis ef kötturinn er grunaður um að hafa étið einhvern hluta lilju - þar á meðal frjókorn sem hann hefur sleikt af feldinum.[26]

Matreiðsla og jurtanotkun[breyta | breyta frumkóða]

Kína[breyta | breyta frumkóða]

Lilium laukar eru sterkjuríkir og ætir sem rótargrænmeti, þó að laukar sumra tegunda geta verið rammir. Laukar af Lilium lancifolium, Lilium pumilum eru ekki rammir, og sérstaklega Lilium brownii (Kínverska: 百合 ; pinyin: bǎihé gān) og Lilium davidii var. unicolor eru ræktaðir í stórum stíl í Kína sem lúxus eða heilsufæði, og eru oftast seldir þurrkaðir fyrir grasalækningar, en ferskir með öðru grænmeti. Þurrkaðir laukarnir eru oft notaðir í suðri til að bragðbæta súpur. Liljublóm eru sögð vera góð vegna vandamála í lungum, og hafa hressandi áhrif.[27] Liljublóm og laukar eru étin sérstaklega að sumri, fyrir ætlaðan eiginleika að minnka innri hita.[28] Þeir geta verið blandaðir og stir-fried, rifnir og notaðir til að þykkja súpu, eða unnin úr þeim sterkjan. Bragð og áferð þeirra hafa líkindi við kartöflur. Það eru fimm hefðbundnar tegundir lilja hverra laukar eru vottaðir og skráðir sem "grænmeti og ekki-undirstöðu matvæli" í "National geographical indication product list of China".[29]

野百合Lilium brownii, 百合(变种) Lilium brownii var. viridulum, 渥丹 Lilium concolor, 毛百合 Lilium dauricum, 川百合 Lilium davidii, 东北百合 Lilium distichum, 卷丹 Lilium lancifolium, 新疆百合(变种) Lilium martagon var. pilosiusculum, 山丹 Lilium pumilum, 南川百合Lilium rosthornii, 药百合(变种)Lilium speciosum var. gloriosoides.
野百合 Lilium brownii, 百合(变种) Lilium brownii var. viridulum, 渥丹 Lilium concolor, 毛百合 Lilium dauricum, 卷丹 Lilium lancifolium, 山丹 Lilium pumilum, 南川百合 Lilium rosthornii, 药百合(变种)Lilium speciosum var. gloriosoides]], 淡黄花百合 Lilium sulphureum
Og það eru rannsóknir á vali á nýjum afbrigðum af ætum liljum frá garða afbrigðum, svo sem 'Batistero' og 'California' meðal 15 lilja í Beijing,[33] og 'Prato' og 'Small foreigners' meðal 13 lilja í Ningbo.[34]

Japan[breyta | breyta frumkóða]

 • Matreiðslu:
Yuri-ne (liljurót) er einnig algeng í Japanskri matseld, sérstaklega sem innihald í chawan-mushi (茶碗蒸し (súpa)) . Aðal liljutegundirnar sem eru ræktaðar sem grænmeti eru Lilium leichtlinii var. maximowiczii, Lilium lancifolium, og Lilium auratum.[35][36]
 • Jurtanotkun:
Lilium lancifolium, Lilium brownii var. viridulum, Lilium brownii var. colchesteri, Lilium pumilum[37]

Taiwan[breyta | breyta frumkóða]

 • Matreiðslu:
Hlutar liljutegunda sem eru opinberlega skráðir sem efni í matvæli eru blóm og laukar af Lilium lancifolium Thunb., Lilium brownii var. viridulum Baker, Lilium pumilum DC., Lilium candidum Loureiro.[38] Flestir liljulaukar til matar sem hægt er að kaupa á markaðnum eru að mestu fluttir inn frá meginlandi Kína(aðeins laukblöð, flestir skráðir sem 蘭州百合 Lilium davidii var. unicolor) og Japan (heilir laukar, eru yfirleitt Lilium leichtlinii var. maximowiczii). Það eru þegar til lífrænt ræktaðir og venjulega ræktaðir laukar. Afbrigðin eru valin af Taiwanska landbúnaðarráðuneytinu úr Asískum liljuafbrigðum sem eru flutt inn frá Hollandi; það þarf að flytja inn útsæðislaukana á hverju ári frá Hollandi.[39][40][41]
 • Jurtanotkun:
Lilium lancifolium Thunb., Lilium brownii var. viridulum Baker, Lilium pumilum DC.[42]

Suður Kórea[breyta | breyta frumkóða]

 • Jurtanotkun:
Liljutegundirnar sem eru opinberlega skráðar til grasalækninga eru 참나리 Lilium lancifolium Thunberg; 당나리 Lilium brownii var. viridulun Baker; [43][44]

Ekki liljur[breyta | breyta frumkóða]

"Lilju" blómknúpparnir þekktir sem jīnzhēn (金针, "gullnar nálar") í Kínverskri matreiðslu eru daglilju; Hemerocallis fulva.

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. lectotype designated by N. L. Britton et A. Brown, Ill. Fl. N. U.S. ed. 2. 1: 502 (1913)
 2. Harold Comber, 1949. "A new classification of the genus Lilium." Lily Yearbook, Royal Hortic. Soc., London. 15:86–105.
 3. Govaerts, R. „The Board of Trustees of the Royal Botanic Gardens, Kew“. World Checklist of Selected Plant Families. Sótt 3. febrúar 2013.
 4. Flora of North America, Vol. 26, Online
 5. Resetnik I., Liber Z., Satovic Z., Cigic P., Nikolic T. (2007). „Molecular phylogeny and systematics of the Lilium carniolicum group (Liliaceae) based on nuclear ITS sequences“. Plant Systematics and Evolution. 265: 45–58. doi:10.1007/s00606-006-0513-y.
 6. Flora of China, Vol. 24, eFloras.org
 7. Nishikawa Tomotaro, Okazaki Keiichi, Arakawa Katsuro, Nagamine Tsukasa (2001). „Phylogenetic Analysis of Section Sinomartagon in Genus Lilium Using Sequences of the Internal Transcribed Spacer Region in Nuclear Ribosomal DNA“. 育種学雑誌 Breeding science. 51 (1): 39–46. doi:10.1270/jsbbs.51.39.
 8. Nishikawa Tomotaro, Okazaki Keiichi, Nagamine Tsukasa (2002). „Phylogenetic Relationships among Lilium auratum Lindley, L. auratum var. platyphyllum Baker and L. rubellum Baker Based on Three Spacer Regions in Chloroplast DNA“. 育種学雑誌 Breeding science. 52 (3): 207–213. doi:10.1270/jsbbs.52.207.
 9. http://apps.kew.org/wcsp/qsearch.do?plantName=Nomocharis
 10. http://link.springer.com/article/10.1007%2Fs00606-011-0524-1
 11. „Lilium philippinense (Benguet lily)“. Shoot Limited. Sótt 10. febrúar 2015.
 12. „Park personnel rear vanishing Benguet lily“. Sun.Star Baguio. 13. ágúst 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 10 febrúar 2015. Sótt 10. febrúar 2015.
 13. „Lilium pyrophilum in Flora of North America @“. Efloras.org. Sótt 3. febrúar 2013.
 14. Hyam, R. & Pankhurst, R.J. (1995). Plants and their names : a concise dictionary. Oxford: Oxford University Press. bls. 186. ISBN 978-0-19-866189-4.
 15. „Classification“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. apríl 2008. Sótt 22. júní 2008.
 16. Shorter Oxford English dictionary, 6th ed. United Kingdom: Oxford University Press. 2007. bls. 3804. ISBN 0199206872.
 17. The Editors of Encyclopedia Britannica (8/6/2013). „Lily“. Sótt 19. febrúar 2014.
 18. RHS encyclopedia of plants & flowers. United Kingdom: Dorling Kindersley. 2010. bls. 744. ISBN 1405354232.
 19. Jefferson-Brown, Michael (2008). Lilies (Wisley handbooks). United Kingdom: Mitchell Beazley. bls. 96. ISBN 1845333845.
 20. „Lily beetle“. RHS Gardening. Royal Horticultural Society. Sótt 21. ágúst 2014.
 21. Whitman, Ann. „Controlling Lily Leaf Beetles“. Gardener's Supply Company. Sótt 18. febrúar 2014.
 22. Duong Tan Nhut, Nguyen Thi Doan Tam, Vu Quoc Luan, Nguyen Tri Minh. 2006. Standardization of in vitro Lily (Lilium spp.) plantlets for propagation and bulb formation. Proceedings of International Workshop on Biotechnology in Agriculture, Nong Lam University (NLU), Ho Chi Minh City, Vietnam, page 134-137. accessdate=January 25, 2014
 23. Langston CE (janúar 2002). „Acute renal failure caused by lily ingestion in six cats“. J. Am. Vet. Med. Assoc. 220 (1): 49–52, 36. doi:10.2460/javma.2002.220.49. PMID 12680447.
 24. Hall J (1992). „Nephrotoxicity of Easter Lily (Lilium longiflorum) when ingested by the cat“. Proc Annu Meet Am Vet Int Med. 6: 121.
 25. Volmer P (apríl 1999). „Easter lily toxicosis in cats“ (PDF). Vet Med: 331.[óvirkur tengill]
 26. http://www.vethelpdirect.com/vetblog/2010/05/02/lily-poisoning-in-cats/
 27. „Bulletin of Miscellaneous Information (Royal Gardens, Kew)“. No. 29 (1889). 1889: 116–118.
 28. „《按照传统既是食品又是中药材的物质目录(2013版)》(征求意见稿).doc“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. febrúar 2014. Sótt 25. október 2015.
 29. „地标产品数据库 蔬菜副食 百合“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. janúar 2014. Sótt 25. október 2015.
 30. „中国食用(淀粉)植物 (据《中国植物志》全书记载分析而得)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. júlí 2015. Sótt 25. október 2015.
 31. „中国药用植物 (据《中国植物志》全书记载分析而得)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. febrúar 2014. Sótt 25. október 2015.
 32. „中国药用植物 (据《中国植物志》全书记载分析而得)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. febrúar 2014. Sótt 25. október 2015.
 33. „15个百合种和品种的食用性比较研究“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. maí 2014. Sótt 25. október 2015.
 34. „不同食用百合品种在宁波地区引种品比试验“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. febrúar 2014. Sótt 25. október 2015.
 35. „食用にするユリネ(ゆり根)について教えてください。“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. mars 2013. Sótt 25. október 2015.
 36. „ユリネ (百合根 lily bulb)“. KNU ダイエット 食材百科事典. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. desember 2013. Sótt 25. október 2015.
 37. The Japanese Pharmacopoeia 16th edition
 38. „可供食品使用原料彙整一覽表“.
 39. 蔡, 月夏. „食用百合鱗莖有機栽培模式之建立“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 2. febrúar 2014. Sótt 25. október 2015.
 40. „首頁 / 為民服務 / 常見問題(FAQ)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. febrúar 2014. Sótt 25. október 2015.
 41. „首頁 / 最新消息 / 本場新聞 / 花蓮、宜蘭生產的有機食用百合深受消費者喜愛“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. febrúar 2014. Sótt 25. október 2015.
 42. Taiwan Herbal Pharmarcopeia Geymt 28 janúar 2015 í Wayback Machine Ministry of Health and Welfare
 43. „백합“.
 44. „Lilii Bulbus“ (PDF). Ministry of Food and Drug Safety (á kóresku).

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Flora[breyta | breyta frumkóða]