Fara í innihald

Leikið sjónvarpsefni ársins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sjónvarpsverk ársins)

Leikið sjónvarpsefni ársins er verðlaunaflokkur í Edduverðlaununum sem veitt eru árlega af ÍKSA. Fyrstu verðlaunin í þessum flokki voru veitt 1999 til 2001 þegar honum var skeytt saman við stuttmynd ársins. Næsta ár voru aftur verðlaun í þessum flokki sérstaklega. Árið 2003 var þessum flokki aftur skeytt saman við annan flokk, sjónvarpsþátt ársins. Það ár vann Sjálfstætt fólk verðlaunin. Þessu var hins vegar breytt strax næsta ár og síðan þá hefur leikið sjónvarpsefni ársins verið sérstakur flokkur

Ár Sjónvarpsefni Leikstjóri Sjónvarpsstöð Athugasemd
2023 Verbúðin Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, María Reyndal RÚV
2022 Systrabönd Silja Hauksdóttir Sjónvarp Símans Premium
2021 Ráðherrann Nanna Kristín Magnúsdóttir, Arnór Pálmi Arnarson RÚV
2020 Pabbahelgar Nanna Kristín Magnúsdóttir, Marteinn Þórsson RÚV
2019 Mannasiðir María Reyndal RÚV
2018 Fangar Ragnar Bragason RÚV
2017 Ligeglad Arnór Pálmi Arnarson RÚV
2016 Ófærð Baltasar Kormákur, Baldvin Z, Óskar Þór Axelson, Börkur Sigþórsson RÚV
2015 Hraunið Reynir Lyngdal RÚV
2014 Ástríður 2 Silja Hauksdóttir Stöð 2
2013 Pressa 3 Óskar Jónasson Stöð 2
2012 Pressa 2 Óskar Jónasson Stöð 2
2011 Réttur 2 Sævar Guðmundsson Stöð 2
2010 Fangavaktin Ragnar Bragason Stöð 2
2009 Engin verðlaun veitt
2008 Dagvaktin Ragnar Bragason Stöð 2
2007 Næturvaktin Ragnar Bragason Stöð 2
2006 Stelpurnar Ragnar Bragason Stöð 2
2005 Stelpurnar Óskar Jónasson Stöð 2
2004 Njálssaga Björn Brynjúlfur Björnsson RÚV
2003 Sjálfstætt fólk Jón Ársæll Þórðarson Stöð 2 Sjónvarpsþáttur ársins
2002 Áramótaskaupið 2001 Óskar Jónasson RÚV
2001 Fóstbræður Ragnar Bragason Stöð 2 Sjónvarpsverk/stuttmynd ársins
2000 Fóstbræður Sigurjón Kjartansson Stöð 2
1999 Fóstbræður Óskar Jónasson Stöð 2