Leikið sjónvarpsefni ársins
Útlit
(Endurbeint frá Sjónvarpsverk ársins)
Leikið sjónvarpsefni ársins er verðlaunaflokkur í Edduverðlaununum sem veitt eru árlega af ÍKSA. Fyrstu verðlaunin í þessum flokki voru veitt 1999 til 2001 þegar honum var skeytt saman við stuttmynd ársins. Næsta ár voru aftur verðlaun í þessum flokki sérstaklega. Árið 2003 var þessum flokki aftur skeytt saman við annan flokk, sjónvarpsþátt ársins. Það ár vann Sjálfstætt fólk verðlaunin. Þessu var hins vegar breytt strax næsta ár og síðan þá hefur leikið sjónvarpsefni ársins verið sérstakur flokkur