Ástríður (sjónvarpsþættir)
Ástríður voru íslenskir sjónvarpsþættir sýndir á Stöð 2 í tveimur þáttaröðum. Fyrri kom út haustið 2009 en sú seinni haustið 2013[1]. Handritshöfundar voru Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal, Sigurjón Kjartansson og Silja Hauksdóttir með handritaráðgjöf Kristjáns B. Jónassonar. Leikstjóri var Silja Hauksdóttir og yfirumsjón handrits sá Sigurjón Kjartansson um. Höfundar sögu í annar þáttaröð voru Hannes Sasi Pálsson, Ilmur Kristjánsdóttir, María Reyndal og Sigurjón Kjartansson með yfirumsjón Sigurjóns Kjartanssonar. Handritið gerði Hannes Sasi Pálsson og leikstjóri Silja Hauksdóttir.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Sagan segir frá Ástríði (Ilmur Kristjánsdóttir) sem ræður sig á skrifstofu rétt fyrir bankahrunið á íslandi (vorið 2008). Nýju vinnufélagar Ástríðar eru skrautlegir með afbrigðum. Bjarni, frændi hennar, er með gráa fiðringinn og kann ekki að þegja yfir leyndarmálum. Eyjólfur, tölvumaður, fremur óviðeigandi tónlistargjörninga við hvert tækifæri og Fanney svífst einskis til þess að koma sér áfram, milli þess sem hún á í „haltu mér, slepptu mér“ sambandi við Davíð, sessunaut Ástríðar. Hann er stundum sá eini eðlilegi í lífi hennar og saman hlægja þau að furðuverunum í kringum sig. Ástríður kemst að því að fjármálaheimurinn á sér líka sínar rómantísku hliðar, þrátt fyrir að flestir sem á eftir henni ganga gætu varla verið vonlausari. Ástin gæti þó verið nær en hana grunar.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ástríður (TV Series 2009– ) - IMDb, sótt 16. maí 2020
- ↑ „Ástríður“. Kvikmyndavefurinn. Sótt 16. maí 2020.