Pressa
Pressa | |
---|---|
Tegund | Sakamál |
Handrit | Sigurjón Kjartansson Óskar Jónasson |
Leikstjóri | Óskar Jónasson |
Leikarar | Sara Dögg Ásgeirsdóttir Kjartan Guðjónsson |
Upprunaland | Ísland |
Frummál | Íslenska |
Fjöldi þáttaraða | 3 |
Fjöldi þátta | 18 |
Framleiðsla | |
Framleiðandi | Þór Freysson |
Lengd þáttar | 45 mín. |
Framleiðsla | Saga Film |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | Stöð 2 |
Tenglar | |
Vefsíða |
Pressa er íslensk sakamála-sjónvarpsþáttaröð eftir Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson. Höfundar þáttanna, þeir Óskar Jónasson og Sigurjón Kjartansson, byggja hugmyndina á því uppþoti sem átti sér stað í kringum DV á árunum 2004-2006 og tvinna inn í atburðarrásina sakamáli sem á sér ýmsar hliðstæður í íslenskum raunveruleika.
Þáttaraðir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta þáttaröð
[breyta | breyta frumkóða]Þættirnir segja frá Láru (Sara Dögg Ásgeirsdóttir), einstæðri móður, sem ræður sig til reynslu á æsifréttablaðinu Póstinn. Hún rannsakar dularfullt hvarf verkfræðings og fljótlega fer málið að taka óvænta stefnu. Fyrsta sería var framleidd af Saga Film fyrir Stöð 2 og voru þættirnir sýndir vorið 2008.
Önnur þáttaröð
[breyta | breyta frumkóða]Pressa II tekur upp þráðinn 3 árum eftir að fyrstu seríunni lýkur. Lára snýr aftur til vinnu á Póstinum eftir barneignarfrí og það líður ekki á löngu áður en hún er flækt í dularfullt morðmál sem tengist einum ríkasta manni Íslands og fyrrverandi útrásarvíkingi. Lára vinnur fyrir manninn og á meðan hún reynir að hreinsa nafn kemst hún að ýmsu misjöfnu. Eftir að málinu lýkur snýr hún sér að því að afhjúpa erlend glæpasamtök mótórhjólamanna. Sú rannsókn dregur dilk á eftir sér og fjölskylda Láru lendir í bráðri hættu. Bjarne Henriksen úr 'Forbrydelsen' leikur í þremur síðustu þáttunum sem harðskeyttur meðlimur gengisins. Óskar Jónasson leikstýrir og handrit er eftir Sigurjón Kjartansson og Jóhann Ævar Grímsson. Önnur þáttaröð Pressu sló áhorfsmet þegar hún var sýnd á Stöð 2 sem vinsælasta íslenska dramasería sem stöðin hefur hingað til sýnt og hún vann Edduverðlaun sem besta leikna sjónvarpsserían. Þættirnir komu síðan út á DVD mynddisk í desember.
Þriðja þáttaröð
[breyta | breyta frumkóða]Þriðja þáttaröðin um blaðakonuna Láru, fjölskyldu hennar og samstarfsmenn var frumsýnd á Stöð 2 í október 2012.. Harðsvírað glæpagengi reynir að ná yfirráðum í undirheimum Reykjavíkur og baráttan einkennist af kynþáttahatri og ofbeldi. Togstreitan milli blaðamannastarfsins og foreldrahlutverksins er alsráðandi hjá Láru og ekki bætir úr skák þegar Alda, dóttir hennar, tekur upp náin kynni við einn úr glæpagenginu.
Um leikstjórn sér Óskar Jónasson og handrit þáttanna er eftir Margréti Örnólfsdóttir og Jóhann Ævar Grímsson.