Fara í innihald

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá ÍKSA)

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (skammstafað ÍKSA) er fyrirtæki í eigu Félags kvikmyndagerðarmanna, Framleiðendafélagsins SÍK og Samtaka kvikmyndaleikstjóra, stofnað árið 1999 sem vettvangur hagsmunasamtaka kvikmyndagerðarfólks og sjónvarpsfólks á Íslandi. Fyrirtækið veitir árlega Edduverðlaunin fyrir kvikmyndagerð og dagskrárgerð í sjónvarpi. Fyrirtækið hefur einnig staðið fyrir Stuttmyndahátíð ÍKSA og hélt úti vefritinu og tímaritinu Land og synir.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.