Breska ríkisstjórnin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Breska ríkisstjórnin (Ríkistjórn hins sameinaða konungsríkis Stóra-Bretlands og Norður-Írlands hennar hátignar að fullu nafni) er það vald sem sér um stjórn Bretlands. Leiðtogi bresku ríkistjórnarinnar er forsætisráðherrann en hann er sá sem skipar aðra ráðherra í embætti. Saman mynda forsætisráðherran og hinir efstu ráðherrarnir ráðuneyti sem heitir Cabinet á ensku. Allir ráðherrarnir eru þingmenn og eru ábyrgir fyrir þinginu. Ríkisstjórnin reiðir sig á þingið til þess að setja lög og þess vegna verður ríkisstjórnin að halda kosninga á fimm ára fresti. Þjóðhöfðinginn, það er að segja drottningin eða konungurinn, skipar leiðtoga þess stjórnmálaflokks sem nálægstur er meirihluta í embætti forsætisráðherrans.

Samkvæmt stjórnskipun Bretlands hefur þjóðhöfðinginn framkvæmdarvald en í rauninni er þetta vald einkum notað með ráði forsætisráðherrans og meðlima ráðuneytisins. Meðlimir í ráðuneytinu ásamt sérnefnd sem kallast Privy Council ráðleggja þjóðhöfingjanum um hvenær þetta vald skyldi vera notað.

Núverandi forsætisráðherrann er Rishi Sunak en hann er líka leiðtogi Íhaldsflokksins. Hann var skipaður í embætti af Karli 3. Bretakonungi árið 2022 eftir að Liz Truss sagði af sér.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.