Fugl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fuglar
Flotmeisa, Parus major
Flotmeisa, Parus major
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Linnaeus, 1758
Ættbálkar
Margir - sjá grein.

Fuglar (fræðiheiti: Aves) eru tvífætt hryggdýr með heitt blóð sem verpa eggjum með harðri skurn, tannlausan gogg, framlimi sem hafa ummyndast í vængi, hreistur sem hefur ummyndast í fjaðrir, hröð efnaskipti og létta og sterka beinagrind með hol bein. Fuglar lifa um allan heim. Stærð fugla nær frá örsmáum kólibrífuglum að risavöxnum strútum og emúum. Um 10.000 núlifandi tegundir fugla eru þekktar, auk um hundrað útdauðra tegunda. Um helmingur núlifandi fuglategunda eru spörfuglar. Vængir fugla eru mjög ólíkir eftir tegundum. Einu vænglausu fuglarnir sem þekktir eru eru útdauðu tegundirnar móafugl og fílafugl. Vængir hafa gert fuglum kleift að fljúga þótt sumar tegundir, eins og strútfuglar og mörgæsir, hafi síðar misst þennan hæfileika. Sumar tegundir fugla, eins og sjófuglar og vatnafuglar, hafa þróað hæfileika til að synda og kafa í vatni. Fuglar eru innbyrðis ólíkir og nærast ýmist á blómasafa, jurtum, fræjum, skordýrum, fiski, hræjum eða öðrum fuglum. Flestir fuglar eru dagdýr, en sumir, eins og uglan, eru næturdýr eða rökkurdýr. Margar tegundir fugla eru farfuglar og ferðast eftir árstíðum langan veg milli ólíkra heimkynna meðan aðrir eyða nær öllum tíma sínum á hafi úti. Sumir geta haldist á flugi dögum saman og jafnvel sofið á flugi.

Fuglar eru næstu afkomendur risaeðla og eru tæknilega séð fiðraðar kjöteðlur. Samkvæmt upprunaflokkun teljast þeir því til eðla, og næstu núlifandi ættingjar þeirra eru krókódílar. Fuglar þróuðust út frá eðlufuglum eins og ögli (Archaeopteryx) sem komu fyrst fram í Kína fyrir 160 milljón árum. Samkvæmt erfðarannsóknum þróuðust nútímafuglar einhvern tíma á mið- eða síðkrítartímabilinu. Tegundasprenging fugla átti sér stað í kringum krítar-paleógen-fjöldaútdauðann fyrir 66 milljón árum þegar allar aðrar risaeðlur, þar á meðal flugeðlur, dóu út.[1]

Margar tegundir fugla eru félagsdýr sem miðla þekkingu milli kynslóða. Fuglar eiga samskipti með merkjagjöf, köllum og fuglasöng. Sumar tegundir vinna saman að hreiðurgerð, útungun og uppeldi unganna, eiga samstarf um veiðar og hópast saman til að verjast rándýrum. Langflestar tegundir fugla eru einkvænisdýr á mökunartímabilinu, en sjaldnar í mörg tímabil eða ævilangt. Sumar tegundir eru fjölkvænisdýr og nokkrar eru fjölverisdýr. Fuglar eiga afkvæmi með því að verpa eggjum sem eru frjóvguð í líkama kvenfuglsins með kynæxlun. Oftast verpa fuglar í hreiður og unga eggjunum út með því að liggja á þeim. Flestar tegundir fugla sinna ungunum og mata þá í einhvern tíma eftir útungun.

Margar tegundir fugla eru nýttar sem fæða fyrir menn eða hráefni í ýmis konar framleiðslu, bæði sem húsdýr og villibráð, og gefa af sér egg, kjöt og fiður. Söngfuglar, páfagaukar og fleiri tegundir eru vinsæl gæludýr. Gúanó (úrgangur sjófugla) er nýtt sem áburður. Fuglar koma víða við í menningu, listum, trúarbrögðum og daglegu lífi fólks. Um 120 til 130 tegundir hafa dáið út vegna athafna mannsins síðan á 17. öld, og einhver hundruð þar á undan. Í dag er talið að um 1.200 fuglategundir séu í hættu á að deyja út, og eru því tilefni verndunaraðgerða. Fuglaskoðun er vinsæl afþreying og hluti af náttúruferðamennsku.

Ættbálkar fugla[breyta | breyta frumkóða]

Skyldleikatré fugla byggt á Braun & Kimball (2021).[2]

Aves
Palaeognathae

Strútar (Struthioniformes) Struthio camelus - Etosha 2014 (1) white background.jpg

Nandúar (Rheiformes)Rhea white background.jpg

Snípustrútar (Apterygiformes)Little spotted kiwi, Apteryx owenii, Auckland War Memorial Museum white background.jpg

Tínamúar (Tinamiformes) NothuraDarwiniiSmit white background.jpg

Kasúar (Casuariiformes)Emu RWD2 white background.jpg

Neognathae
Galloanserae

Hænsnfuglar (Galliformes) Red Junglefowl by George Edward Lodge white background.png

Gásfuglar (Anseriformes) Cuvier-97-Canard colvert.jpg

Neoaves
Mirandornithes

Flæmingjar (Phoenicopteriformes)Cuvier-87-Flamant rouge.jpg

Goðar (Podicipediformes)Podiceps cristatus Naumann white background.jpg

Columbimorphae

Dúfnafuglar (Columbiformes) Meyers grosses Konversations-Lexikon - ein Nachschlagewerk des allgemeinen Wissens (1908) (Antwerpener Breiftaube).jpg

Mesitornithiformes Monias benschi 1912 white background.jpg

Pterocliformes Pterocles quadricinctus white background.jpg

Passerea

Otidiformes Cayley Ardeotis australis flipped.jpg

Gaukfuglar (Cuculiformes)British birds in their haunts (Cuculus canorus).jpg

Musophagiformes Planches enluminées d'histoire naturelle (1765) (Tauraco persa).jpg

Tranfuglar (Gruiformes)Cuvier-72-Grue cendrée.jpg

Strandfuglar (Charadriiformes)D'Orbigny-Mouette rieuse et Bec-en-ciseaux white background.jpg

Opisthocomiformes Cuvier-59-Hoazin huppé.jpg

Strisores

Húmgapar (Caprimulgiformes) Chordeiles acutipennis texensisAQBIP06CA.jpg

Vanescaves

Nyctibiiformes NyctibiusBracteatusSmit.jpg

Steatornithiformes Steatornis caripensis MHNT ZON STEA 1.jpg

Podargiformes Batrachostomus septimus 01.jpg

Daedalornithes

Aegotheliformes Aegotheles savesi.jpg

Þytfuglar (Apodiformes) White-eared Hummingbird (Basilinna leucotis) white background.jpg

Phaethoquornithes
Eurypygimorphae

Phaethontiformes Cuvier-95-Phaeton à bec rouge.jpg

Eurypygiformes Cuvier-72-Caurale soleil.jpg

Aequornithes

Brúsar (Gaviiformes)[3] Loon (PSF).png

Austrodyptornithes

Pípunefir (Procellariiformes) Thalassarche chlororhynchos 1838.jpg

Bægsliskafarar (Sphenisciformes) Chinstrap Penguin white background.jpg

Storkfuglar (Ciconiiformes) Weißstorch (Ciconia ciconia) white background.jpg

Árfetar (Suliformes) Cormorant in Strunjan, white background.png

Pelíkanfuglar (Pelecaniformes) Spot-billed pelican takeoff white background.jpg

(Ardeae)
Telluraves
Accipitrimorphae

Hrævar (Cathartiformes)Vintage Vulture Drawing white background.jpg

Haukungar (Accipitriformes)Golden Eagle Illustration white background.jpg

Uglur (Strigiformes)Cuvier-12-Hibou à huppe courte.jpg

Coraciimorphae

Músfuglar (Coliiformes) ColiusCastanonotusKeulemans.jpg

Cavitaves

Doðafuglar (Leptosomiformes) Leptosomus discolor - 1825-1834 - Print - Iconographia Zoologica - Special Collections University of Amsterdam - UBA01 IZ16700267.tif

Þrúgfuglar (Trogoniformes)Harpactes fasciatus 1838 white background.jpg

Picocoraciae

Bucerotiformes A monograph of the Bucerotidæ, or family of the hornbills (Plate II) (white background).jpg

Picodynastornithes

Meitilfuglar (Coraciiformes)Cuvier-46-Martin-pêcheur d'Europe.jpg

Spætufuglar (Piciformes) Dendrocopos major -Durham, England -female-8 white background.jpg

Australaves

Snáktrönur (Cariamiformes)Cariama cristata 1838 white background.jpg

Eufalconimorphae

Fálkungar (Falconiformes)NewZealandFalconBuller white background.jpg

Psittacopasserae

Páfagaukar (Psittaciformes)Pyrrhura lucianii - Castelnau 2.jpg

Spörfuglar (Passeriformes)Cuvier-33-Moineau domestique.jpg

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Crouch, N.M.A. (2022) Interpreting the fossil record and the origination of birds. bioRxiv, doi: https://doi.org/10.1101/2022.05.19.492716
  2. Braun, E. L.; Kimball, R. T. (2021). „Data types and the phylogeny of Neoaves“. Birds. 2 (1): 1–22. doi:10.3390/birds2010001.
  3. Boyd, John (2007). NEORNITHES: 46 Orders (PDF). John Boyd's website. Sótt 30 December 2017.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu