Fara í innihald

Oregon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Oregon
Fáni Oregon (að framan)
Fáni Oregon (að aftan)
Opinbert innsigli Oregon
Viðurnefni: 
The Beaver State
Kjörorð: 
Alis volat propriis (latína)
(enska: She flies with her own wings)
Oregon merkt inn á kort af Bandaríkjunum
Staðsetning Oregon í Bandaríkjunum
Land Bandaríkin
Varð opinbert fylki14. febrúar 1859; fyrir 165 árum (1859-02-14) (33. fylkið)
HöfuðborgSalem
Stærsta borgPortland
Stærsta sýslaMultnomah
Stjórnarfar
 • FylkisstjóriTina Kotek (D)
 • VarafylkisstjóriLaVonne Griffin-Valade (D)
Þingmenn
öldungadeildar
  • Ron Wyden (D)
  • Jeff Merkley (D)
Þingmenn
fulltrúadeildar
Flatarmál
 • Samtals254.806 km2
 • Land248.849 km2
 • Vatn6.177 km2  (2,4%)
 • Sæti9. sæti
Stærð
 • Lengd580 km
 • Breidd640 km
Hæð yfir sjávarmáli
1.000 m
Hæsti punktur3.428,8 m
Lægsti punktur0 m
Mannfjöldi
 (2023)[1]
 • Samtals4.233.358
 • Sæti27. sæti
 • Þéttleiki15/km2
  • Sæti39. sæti
Heiti íbúaOregonian
Tungumál
 • Opinbert tungumálEkkert
Tímabelti
Mest af fylkinuUTC−08:00 (PST)
 • SumartímiUTC−07:00 (PDT)
Meirihluti Malheur-sýsluUTC−07:00 (MST)
 • SumartímiUTC−06:00 (MDT)
Póstnúmer
OR
ISO 3166 kóðiUS-OR
StyttingOre.
Breiddargráða42°N til 46°18'N
Lengdargráða116°28'V til 124°38'V
Vefsíðaoregon.gov

Oregon er fylki á vesturströnd Bandaríkjanna. Fylkið liggur að Washington í norðri, Idaho í austri, Nevada og Kaliforníu í suðri og Kyrrahafinu í vestri. Það er 9. stærsta fylki Bandaríkjanna eða 248.849 km2.

Salem er höfuðborg Oregon, en stærsta borg fylkisins er Portland. Eugene er þriðja stærsta borgin. Borgir þessar eru í Willamette-dal þar sem 70% íbúa fylkisins búa. Um 4,2 milljón manns býr í Oregon (2020).

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]

Svæðið sem nú er Oregon er talið hafa verið byggt mönnum í um 15.000 ár líkt hellaristur úr Fort Rock hellinum hafa sýnt. Síðar könnuðu Evrópumenn svæðið og voru Spánverjar fyrstir á 16 öld. Bretinn James Cook kannaði Kyrrahafsströndina árið 1778. Árið 1859 varð Oregon fylki í Bandaríkjunum.

Náttúrufar

[breyta | breyta frumkóða]

Fossafjöll liggja í gegnum fylkið og hefur að geyma eldkeilur. Mount Hood er hæsta fjallið eða 3425 metrar að hæð. Columbia-fljót myndar hluta nyrðri landamæri fylkisins. Um 48 % fylkisins er skógi vaxið. Áberandi trjátegundir eru degli, ponderosafura og risalífviður, marþöll og fjallaþöll.

Mörg villt spendýr lifa í Oregon. Meðal annars birnir, elgir, úlfar, fjallaljón, rauðrefir, íkornar, bjórar og þvottabirnir. Crater Lake National Park er eini þjóðgarðurinn.

Vesturhluti Oregon er í meira mæli frjálslyndur og vinstrisinnaður á meðan íbíar vestan Fossafjalla eru hægrisinnaðir. Marijúana er löglegt og neysluskammtar fyrir harðari efni ekki refsiverðir. Beint líknardráp var lögleitt árið 1994 í ríkinu (Death with Dignity Act). Dauðarefsing hefur ekki verið notuð þar síðan 1997.

70% íbúa býr í Willamette-dalnum. Timburiðnaður og laxveiði eru mikilvægar atvinnugreinar. Um 78% íbúa eru hvítir, 12% mið- og suður- amerískir, 2% svartir, 4% asískir og 1% frumbyggjar.

Íþróttir

[breyta | breyta frumkóða]

Portland Trail Blazers er körfuboltalið í NBA-deildinni og Portland Timbers knattspyrnulið í MLS-deildinni.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Annual Estimates of the Resident Population for the United States“. census.gov. 12. desember 2023. Sótt 21. febrúar 2024.
  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.