Beint líknardráp
Beint líknardráp er aðferð til að hjálpa sjúklingi deyja af eigin vilja með virðingu og á mannúðlegan hátt. Munurinn á beinu og óbeinu líknardrápi er sá að í óbeinu líknardrápi er bara hætt að meðhöndla banvænan sjúkdóm þar sem í beinu líknardrápi eru teknar virkar aðgerðir til að deyða sjúklinginn. Í langflestum löndum er beint líknardráp ólöglegt (undantekningar eru Belgía og Holland) þar sem óbeint líknardráp er löglegt í fleiri löndum, t.d. á Bretlandi, Spáni, í Danmörku, Finnlandi, Frakklandi og Noregi. Í sumum löndum þar sem beint líknardráp er ólöglegt er heimilt að aðstoða fólk að fremja sjálfsmorð ef það vill, t.d. í Sviss, Svíþjóð og Þýskalandi.