Marþöll
Útlit
Marþöll | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Barr og könglar
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Tsuga heterophylla (Raf.) Sarg. | ||||||||||||||
Útbreiðsla í Norður-Ameríku
|
Marþöll (fræðiheiti: Tsuga heterophilla) er barrtré sem vex í vesturhluta Norður-Ameríku, aðallega nálægt sjó. Það verður vanalega 30-60 metra hátt í heimkynnum sínum.[2] Marþöll er mjög skuggþolin og getur vaxið lengi undir trjáskermi. Toppsprotinn slútir eins og á flestum öðrum þöllum. Vaxtasvæðið spannar frá suðaustur-Alaska til Kaliforníu.[3] Fjallaþöll er skyld tegund.
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Mikið var flutt inn af fræi á sjötta áratug síðustu aldar. Ræktun gafst ekki vel og fá tré lifðu af.[4] Stálpuð tré má m.a. finna á Hallormsstað, Skorradal og í Grasagarði Reykjavíkur. Ræktun krefst skjóls.[5]
Marþöll hefur sáð sér út við Jökullæk í Hallormsstað.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Farjon, A. (2013). „Tsuga heterophylla“. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42435A2980087. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42435A2980087.en. Sótt 14. desember 2017.
- ↑ „Geymd eintak“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 4. mars 2016. Sótt 19. ágúst 2015.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. mars 2016. Sótt 19. ágúst 2015.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. september 2015. Sótt 19. ágúst 2015.
- ↑ http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/04/30/martholl_tre_manadarins/
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Marþöll.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Tsuga heterophylla.