Degli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Fullorðið tré
Degli í Mount San Antonio í Kaliforníu
Útbreiðsla í Norður-Ameríku
Barr og köngull

Degli (fræðiheiti: Pseudotsuga menziesii), einnig kallað döglingsviður eða douglas-greni, er barrtré upprunið frá vesturhluta Norður-Ameríku. Tréð er notað í timburiðnaði. Það getur orðið með hærri trjám heims eða um 123 metrar að hæð. [1]

Tvö afbrigði eru af degli:

  • Strandafbrigði (Pseudotsuga menziesii var. menziesii) sem vex frá Bresku Kólumbíu og suður að Kaliforníu. Það er önnur hæsta tegund barrtrjáa í heiminum og getur orðið yfir 100 metra[2]
  • Fjallaafbrigði (P. menziesii var. glauca) sem vex frá fjalllendi í Bresku Kólumbíu að Mexíkó þar sem dreifing er strjál og jafnvel er það talið vera annað afbrigði

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Degli hefur vaxið vel í Hallormsstaðaskógi og náð 20 metrum en það er erfitt í ræktun á Íslandi. Það vex við hærri sumarhita og lengri sumur en Ísland hefur að bjóða. [3] Á Akureyri má finna degli sem er yfir 10 metra[4]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.