Risalífviður
Risalífviður | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Gamalt tré í Vancouver
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Thuja plicata Donn ex D.Don | ||||||||||||||
![]() Útbreiðsla risalífviðs
|
Risalífviður (fræðiheiti: Thuja plicata) er sígrænt tré af sýprisætt (Cupressaceae) sem ættað er úr vesturhluta Norður-Ameríku, er það finnst aðallega við Kyrrahafsströnd Bresku Kólumbíu í Kanada og Washington-fylki og Oregon-fylki Bandaríkjanna.[1] Trén verða allt að 70 m há og yfir 800 ára. Tegundin er skuggþolin og þrífst í rökum eða blautum jarðvegi.[2] Risalífviður er einstofna, beinvaxið tré með keilulaga krónu.[3]
Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
Risalífviður hefur t.d. verið ræktaður við Jökullæk í Hallormsstaðaskógi og Lystigarði Akureyrar. Risalífviður þarf algjört skjól undir skermi annarra trjáa í æsku og vex hægt til að byrja með.
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. október 2015. Sótt 21. ágúst 2015.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. mars 2016. Sótt 21. ágúst 2015.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. apríl 2017. Sótt 21. ágúst 2015.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Risalífviður.