Fara í innihald

Grand Est

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grand Est.

Grand Est er eitt af 18 héruðum Frakklands og er í norðaustri. Íbúar eru um 5,5 milljónir og er flatarmál 57.400 ferkílómetrar. Það var stofnað með sameiningu Alsace, Champagne-Ardenne og Lorraine árið 2016.

Tíu sýslur (departements) eru innan héraðsins: Ardennes, Aube, Bas-Rhin, Marne, Haute-Marne, Haut-Rhin, Meurthe-et-Moselle, Meuse, Moselle og Vosges. Fljótin Signa, Rín og Meuse eru í héraðinu og fjallgarðarnir Vosgesfjöll og Ardennafjöll. Helstu borgir eru: