Pays de la Loire

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Pays de la Loire innan Frakklands.
Chateau Montsoreau.

Pays de la Loire er eitt af 18 héruðum Frakklands. Það var skapað á 6. áratug 20. aldar til að vera svæði í kringum borgina Nantes. Héraðið er í Vestur-Frakklandi, er rúmir 32.000 ferkílómetrar og eru íbúar um 3,5 milljónir. Nantes er stærsta borgin en næststærst er Angers.

5 sveitarfélög eru þar: Loire-Atlantique, Maine-et-Loire, Mayenne, Sarthe, og Vendée.

Meðal áhugaverðra staða eru kastalar í Laval, Nantes, konunglega klaustrið í Fontevraud og gamla borgin Le Mans. Loire-dalurinn er á lista UNESCO yfir menningarminjar.