Korsíka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Höfnin í bænum Bonifacio á suðurodda Korsíku.
Kort.

Korsíka (franska: Corse; ítalska: Corsica; korsíkanska: Còrsica) er eyja undan suðurströnd Frakklands sem hún tilheyrir, rétt norðan við ítölsku eyjuna Sardiníu. Hún er fjórða stærsta eyja Miðjarðarhafs, á eftir Sikiley, Sardiníu og Kýpur. Að flatarmáli er hún tæpir 9 þúsund ferkílómetrar og er mannfjöldi um 330.000 (2016). Ajaccio er höfuðborgin með um 70.000 íbúa. Korsíka er sögulega fræg sem fæðingarstaður Napóleons Bonaparte.

Tveir þriðju Korsíku eru fjallgarður og er hæsti tindurinn Monte Cinto, 2706 m. i. Sundið milli Korsíku og Sardiníu er 11 kílómetrar.

Stjórnsýslulega er Korsíku skipt upp í 2 sýslur; Haute-Corse and Corse-du-Sud, 52 kantónur og 360 bæjarfélög. Korsíkanska er minnihlutatungumál á eyjunni sem um 10% hafa að móðurmáli. Það er skyldara ítölsku en frönsku.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.