Fara í innihald

Brynjudalur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þrándarstaðafossar í Þverá.
Skógrækt í Brynjudal.

Brynjudalur er dalur fyrir botni Hvalfjarðar Brynjudalsá rennur eftir honum og eru fossar í ánni. Bæir í dalnum eru: Ingunnarstaðir, Skorhagi og Þrándarstaðir og eyðibýlið Hrísakot. Brynjudals er getið í Landnámabók: Hvamm-Þórir nam land á milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi. Þórir deildi við Ref hinn gamla um kú þá, er Brynja hét; við hana er dalurinn kenndur. Hún gekk þar úti með fjóra tigu nauta, og voru öll frá henni komin. Þeir Refur og Þórir börðust hjá Þórishólum; þar féll Þórir og átta menn hans.

Einnig er hans getið í Bárðar sögu Snæfellsáss og Kjalnesingasögu. Kjarr er í dalnum en Skógrækt ríkisins hóf þar skógrækt árið 1975. Brynjudalsskógur er nú í eigu Skógræktarfélags Íslands. Þar er jólatrjáarrækt og göngustígar um svæðið.