Fara í innihald

Menntaskólinn í Kópavogi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Menntaskólinn í Kópavogi
Skólastjóri Guðríður Eldey Arnardóttir
Nemendafélag NMK
Staðsetning Digranesvegi 51, 200 Kópavogur
Gælunöfn MK
Gælunöfn nemenda Mkóngar
Heimasíða mk.is

Menntaskólinn í Kópavogi, skammstafað MK, er íslenskur menntaskóli, staðsettur við Digranesveg í Kópavogi. Skólinn var settur í fyrsta sinn 22. september 1973 af Ingólfi A. Þorkelssyni, skólameistara 1973-1993. Í skólanum eru um 1300 nemendur, og skiptist skólinn í þrjár megindeildir, bóknáms-, matvæla- og ferðamálasvið. Skólameistari Menntaskólans í Kópsvogi er Guðríður Eldey Arnardóttir en hún tók við starfinu árið 2019 af Margréti Friðriksdóttur sem sinnti starfinu frá 1993 til 2019.

Menntaskólinn í Kópavogi var settur í fyrsta sinn 22. september 1973 af Ingólfi A. Þorkelssyni, skólameistara. Í fyrstu fór starfsemi skólans fram í viðbyggingu við Kópavogsskóla og voru nemendur alls 125 talsins í sex bekkjardeildum en kennt var eftir bekkjarkerfi. Árið 1982 var kennslukerfinu breytt og tekið upp svokallað kjarnakerfi sem var millileið milli bekkjakerfis og áfangakerfis og MK varð því menntaskóli með fjölbrautarsniði. Menntaskólinn í Kópavogi var til húsa í Kópavogsskóla fyrstu tíu árin en árið 1983 var starfsemi hans flutt í Víghólaskóla, það húsnæði er enn er notað og merkt sem A- álma, N- álma og S- álma. Árið 1996 reis glæsilegt verknámshús fyrir hótel- og matvælagreinar. Árið 2002 var tekin sú ákvörðun að rífa N-álmu skólans og byggja í hennar stað nýtt tveggja hæða bóknámshús auk sérbúinnar kennsluaðstöðu fyrir sérdeild skólans. Á 30 ára afmæli skólans 2003 var ný norðurálma tekin í notkun.

Félagslíf

[breyta | breyta frumkóða]

Framkvæmdaráð NMK

[breyta | breyta frumkóða]

Framkvæmdaráðið eða stjórn NMK sér um að félagslífið í MK sé sem best. Framkvæmdaráðið er skipað formanni nemendaráðs, varaformanni eða ritara, gjaldkera, margmiðlunarstjóra og nýnemafulltrúa. Stjórnin sér til þess að nefndirnar innan nemendafélagsins standi undir sínu og að það sé alltaf eitthvað um að vera í félagslífi skólans.

NMK var sett á fætur á sama tíma og skólinn sjálfur eða síðan 1973 og á þeim tíma hafa margri nemendur sinnt hlutverki formanns NMK

2020 - 2021, Egill Orri Elvarsson

2019 - 2020,  Sigrún Júlía Ólafsdóttir

2018 - 2019,  Snorri Sævar Konráðsson

2017 - 2018,  Hrafn Ágúst Björnsson

2016 - 2017,  Guðlaugur Þór Ingvason

2015 - 2016,  Hilma Sól Friðriksdóttir

2014 - 2015,  Arnar Örn Ingólfsson

2013 - 2014,  Metúsalem Björnsson

2012 - 2013,  Ólafur Ásgeir Jónsson

2011 - 2012,  María Skúladóttir

2010 - 2011,  Ómar Þór Arnarsson

2009 - 2010,  Helga Rún Jónsdóttir

2008 - 2009,  Sólrún Sigvaldadóttir

2007 - 2008,  Unnar Freyr Jónsson

2006 - 2007,  Hjörtur Atli Guðmunds. Geirdal

2005 - 2006,  Hlynur Björnsson

2004 - 2005,  William Óðinn Lefever

2003 - 2004,  Ragnar Þorvarðarson

2002 - 2003,  Sigmar Ingi Sigurðsson

2001 - 2002,  Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir

2000 - 2001,  Frosti Ólafsson

1999 - 2000,  Pétur Ólafsson haustönn 1999 og Þorsteinn Valur Thorarensen vorönn 2000

1998 - 1999,  Vignir Rafn Valþórsson

1997 - 1998,  Bergur Sigfússon

1996 – 1997,  Gissur Páll Gissurarson

1995 – 1996,  Friðjón Fannar Hermansson

1994 – 1995,  Snorri Freyr Dónaldsson

1993 – 1994,  Hjalti Már Þórisson

1992 – 1993,  Bjarni Þór Eyvindsson

1991 – 1992,  Heimir Örn Herbertsson

1990 – 1991,  Sveinn Sigurðsson

1989 – 1990,  Páll Magnússon

1988 – 1989,  Líf Bergþórsdóttir

1987 – 1988,  Flosi Eiríksson

1986 – 1987,  Haukur Guðmundsson

1985 – 1986,  Jón Kristinn Snæhólm

1984 – 1985,  Arnar Már Ólafsson

1983 – 1984,  Sveinn Gíslason

1982 – 1983,  Hulda Björnsdóttir

1981 – 1982,  Arinbjörn V. Clausen

1980 - 1981,  Andrés Pétursson

1979 – 1980,  Hannes Þorsteinsson

1978 - 1979,  Vilmar Pétursson

1977 – 1978,  Kjartan Árnason

1976 – 1977,  Ásgeir Friðgeirsson

1975 – 1976,  Hafsteinn Karlsson

1974 – 1975,  Tryggvi Felixson

1973 – 1974,  Tryggvi M. Þórðarson

Sauðkindin

[breyta | breyta frumkóða]

Leikfélag NMK ber heitið Sauðkindin og sér um að setja upp leikrit ár hvert. Sauðkindin sér einnig um að halda spunanámskeið sem er upphitun fyrir Leiktu Betur, leikhússportkeppni framhaldsskólanna. Allir geta tekið þátt í spunanámskeiðum og áheyrnarprufur fyrir leikritið eru í lok haustannar. Á síðastliðnum árum hafa mörg velheppnuð verk verið sett upp, þar á meðal söngleikurinn Mamma Mia!, Börn mánans og Skítt með‘ða. Veturinn 1998–1999 var Fönkóperan Grettir sýnd í Félagsheimili Kópavogs og fóru Ágústa Eva Erlendsdóttir og Edgar Smári Atlason með aðalhlutverkin.

Tónlistarnefnd

[breyta | breyta frumkóða]

Tónlistarnefnd NMK sér um að halda lagasmíðakeppni MK og MK Urpið sem er einn vinsælasti viðburður skólaársins. Það er söngkeppni skólans og sigurvegari keppninngar tekur þátt í söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd MK. Stjörnur eins og Emilíana Torrini og Þórey Heiðdal hafa borið sigur úr býtum.

Skemmtinefnd

[breyta | breyta frumkóða]

Skemmtinefnd sér um að halda skemmtileg böll til að lífga upp á félagslífið. Á hverri önn eru haldin 2-3 stór böll á vegum nemendafélagsins, fyrsta ballið er busaballið sem er haldið í lok busavígslunnar, einnig er haldið þemaball í tenglsum við tyllidagana á haustönn. Í byrjun vorannarinnar er Myrkramessan.  Á vorönn er stærsta ballið árshátíðin en henni fylgir hátíðarmatur með kennurum og starfsmönnum skólans þar sem allir mæta í sínu fínasta pússi.

Listafj⅝elag

[breyta | breyta frumkóða]

Listafjelag NMK sér um að halda ostakvöld og ýmis skemmtanir fyrir nemendur MK. Ostakvöld eru haldin í MK þar sem nemendur hittast, fá sér osta, snakk, gos og nammi og taka þátt, eða fylgjast með dagskránni. Ostakvöld eru haldin allt að einu sinni í mánuði og dagskráin er alltaf fjölbreytt. Það vinsælasta er stand-up grínistar, hljómsveitir og trúbadorar, pytturinn, speed-date og margt margt fleira.

Ritnefnd NMK sér um að gera skólablöðin fyrir NMK, ásamt því að sjá um leikskrá fyrir leikrit og fleiri minni tímarit. Sinfjötli er stórt skólablað sem kemur út á lok skólaársins.

Íþróttanefnd

[breyta | breyta frumkóða]

Íþróttanefnd MK eða ÍMK sér um að halda MK-deildina sem er skipulagt fótboltamót innan skólans. Þar skipa nemendur jaft sem kennarar sér í lið og keppa um sigursætið. ÍMK sér líka um að halda ýmis íþróttaviðburði eins og Street-Ball mót og hjólabrettaklúbb.

Askur og Embla

[breyta | breyta frumkóða]

Askur og Embla sér um Gettu betur ,Morfís og næstum allt sem tengist gáfum eða mælskulist.

Tyllidagar eru þemadagar MK-inga sem haldnir eru á haustönn. Tekið er tveggja daga frí frá skólanum til þess að gera ýmislegt annað skemmtilegt til þess að brjóta upp hið hversdagslega skólalíf.

BEMKÍGÁFER

[breyta | breyta frumkóða]

1993 var BEMKÍGÁF (Bekkjakeppni MK í gáfumannaleik) fyrst haldið að frumkvæði Jóhannes Birgis Jenssonar, spurningakeppni milli bekkja. Hún er enn við lýði og er árlegur atburður. Sama ár var tölvuleikjaklúbbur stofnaður, á þessum tíma var engin nettenging í skólanum og tölvukostur flestra heimavið mun verri en í skólanum. Þar sátu margir við um helgar og spiluðu tölvuleiki í tölvuverinu fram eftir nóttu, þökk sé liðsemi húsvarðar og tölvukennara.

Haustið 2004 var MORMÍK (Mælsku- og rökræðukeppni Menntaskólans í Kópavogi) fyrst haldin að frumkvæði Jóns Inga Stefánssonar, þáverandi forseta málfundafélags MK.

Gettu betur

[breyta | breyta frumkóða]

Menntaskólinn í Kópavogi hefur einu sinni unnið sigur í Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, árið 1989. Árin 2004 til 2006 skipuðu Jón Ingi Stefánsson og Víðir Smári Petersen liðið. Árið 2004 var liðsfélagi þeirra Egill Óskarsson, en árin 2005–2006 slóst Eiríkur Knudsson í hópinn. Leikárin 2007 og 2008 skipuðu liðið Andri Þorvarðarson, Eiríkur Knudsson og Ingvi Þór Sæmundsson. Árið 2009 skipuðu liðið Ingvi Þór Sæmundsson, Bjarni Þór Sigurbjörnsson og Unnur Hólmfríður Brjánsdóttir.

MK tapaði gegn Verzlunarskólanum í síðari útvarpsumferðinni. Liðið skipuðu Bjarni Benjamínsson, Snorri Freyr Dónaldsson og Jóhannes Birgir Jensson.

MK fékk flest stig allra skóla í hraðaspurningum í útvarpskeppninni og vann báðar viðureignir þar örugglega. MK tapaði gegn Verzlunarskólanum í fyrsta leik átta-liða úrslita í sjónvarpinu eftir bráðabana. Viðureignin fór fram í Smáranum og athygli vakti að áður en keppni hófst tilkynnti dómarinn að reglum hefði verið breytt og pass yrði nú tekið sem endanlegt svar. Þrjú stig töpuðust í hraðaspurningunum sökum þessara reglubreytingar sem kom flatt upp á óviðbúin liðin. Liðið skipuðu Bjarni Benjamínsson, Snorri Freyr Dónaldsson og Jóhannes Birgir Jensson.

MK hóf keppni gegn Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu, Hornafirði. Lauk viðureigninni með sigri MK-inga, 25-19. Í annarri umferð keppninnar það ár keppti liðið gegn Fjölbrautaskóla Suðurnesja og vann stórsigur 32-8. Lið MK var þar með komið í 8-liða úrslitin í Sjónvarpinu í fyrsta skipti síðan 2000. Þar drógust drengirnir gegn Borgarholtsskóla, og fór sú viðureign fram þann 11. mars 2004. Lið MK beið þar lægri hlut, 32-18.

Mannabreytingar urðu á MK-liðinu veturinn 2004-5, Egill Óskarsson var hættur, en í hans stað kom nýneminn Eiríkur Knudsson, sem áður hafði keppt fyrir hönd Snælandsskóla í GetKó, spurningakeppni félagsmiðstöðvanna í Kópavogi.

MK hóf keppni gegn Kvennó, og endaði keppnin með sigri MK-inga, 17-12. Því næst var röðin komin að liði FB, en sú viðureign endaði með sigri MK, 22-14. MK var þar með komið í 8-liða úrslit annað árið í röð. Lið MK dróst gegn liði Verzlunarskóla Íslands, og fór keppnin fram þann 16. febrúar 2005. Leikar enduðu svo að Verzlunarskólinn sigraði, 19-15.

Mannabreytingar urðu aftur á MK-liðinu veturinn 2006–2007; Víðir Smári Petersen og Jón Ingi Stefánsson voru báðir hættir, en við af þeim tóku Andri Þorvarðarson og Ingvi Þór Sæmundsson, sem áður höfðu verið varamenn. Tóku þeir Víðir og Jón Ingi þá við þjálfun liðsins.

MK hóf keppni gegn Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra og vann sigur, 20-8. Í annarri umferð mætti skólinn Menntaskólanum Hraðbraut, og endaði sú viðureign með sigri MK, 23-19. Liðið komst þá í sjónvarpskeppnina (þ.e. 8-liða úrslit) og tókst lið MK þar á við lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Lið MK sigraði þar með 27 stigum gegn 17. Því næst var röðin komin að liði Menntaskólans við Hamrahlíð, en sú viðureign endaði með sigri MK, 33-31, eftir bráðabana. Lið MK mætti svo liði Menntaskólans í Reykjavík í úrslitum þar sem MR sigraði með 29 stigum gegn 27 eftir bráðabana.

Liðið samanstendur af 3 keppendur, þeir eru Jason Máni Guðmundsson, Egill Orri Elvarsson og Gunnheiður Guðmundssdóttir. MK hóf keppni gegn Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu, MK bar sigur af hólmi en stigin enduðu 22-8 MK í vil.

MK drógst gegn Borgarholtsskóla í 16 liða úrslitum og byrjaði keppnin æsispennandi en staðan eftir hraðaspurningar var 6-6. Bjölluspurningarnar voru ekki minna spennandi en eftir 6 bjölluspurningar var staðan 12-12. Það var var svo eftir það sem MK tók forystuna og endaði keppnin með sigri MK 22-14 og MK komust í sjónvarpið í fyrsta sinn síðan 2013. MK drógst gegn Kvennaskólanum í Reykjavík. Kvennó bar sigur úr bítum 21-15 og því MK úr leik.


Fyrri:
Menntaskólinn í Reykjavík
Sigurvegari Gettu betur
1989
Næsti:
Menntaskólinn við Sund