Fara í innihald

Búrúndí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Burundi)
Lýðveldið Búrúndí
Republika y'u Burundi
Fáni Búrúndí Skjaldarmerki Búrúndí
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Unite, Travail, Progres
(franska: Eining, vinna, framfarir)
Þjóðsöngur:
Burundi Bwacu
Staðsetning Búrúndí
Höfuðborg Gitega[ath 1]
Opinbert tungumál kírúndí, franska, enska
Stjórnarfar Forsetalýðveldi

Forseti Évariste Ndayishimiye
Stofnun ríkis
 • Konungsríkið Úrúndí 1680-1966 
 • Hluti Þýsku Austur-Afríku 1890-1916 
 • Hluti Rúanda-Úrúndí 1916-1962 
 • Sjálfstæði frá Belgíu 1. júlí 1962 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
142. sæti
27.834 km²
10[ath 2]
Mannfjöldi
 • Samtals (2023)
 • Þéttleiki byggðar
77. sæti
13.162.952
473/km²
VLF (KMJ) áætl. 2023
 • Samtals 11,551 millj. dala (164. sæti)
 • Á mann 890 dalir (193. sæti)
VÞL (2021) 0.426 (187. sæti)
Gjaldmiðill búrúndískur franki
Tímabelti UTC+2
Þjóðarlén .bi
Landsnúmer +257
  1. Höfuðborgin var formlega færð til Gitega árið 2019 en ríkisstjórnin og aðrar mikilvægar stofnanir eru enn staðsettar í gömlu höfuðborginni, Bújúmbúra.
  2. „Annuaire statistique du Burundi“ (PDF) (franska). ISTEEBU. Júlí 2015: 105. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 7. júní 2016. Sótt 17. desember 2015.

Búrúndí (áður Úrúndí) er lítið landlukt land í Mið-Afríku við stóru vötnin. Það á landamæriRúanda í norðri, Tansaníu í suðri og austri, og Lýðveldinu Kongó í vestri. Stór hluti vesturlandamæranna liggur við Tanganjikavatn. Nafnið er dregið af heiti bantúmálsins kírúndi. Búrúndí er mjög þéttbýlt og fátækt land.

Landið hefur verið byggt Túum, Hútúum og Tútsum í minnst fjórar aldir. Undir lok 17. aldar stofnuðu Tútsar Konungsríkið Búrúndí. Í upphafi 20. aldar lögðu Belgar og Þjóðverjar landið undir sig og Búrúndí varð hluti af nýlendunni Rúanda-Úrúndí. Árásir Hútúa á Tútsa í Rúanda, rétt áður en löndin fengu sjálfstæði, urðu til þess að íbúar Búrúndí sóttust eftir aðskilnaði frá Rúanda. Árið 1962 lýsti landið yfir sjálfstæði og tók upp þingbundna konungsstjórn. Árið 1966 var konungsvaldið lagt niður og landið lýst lýðveldi, þótt það væri í raun undir herforingjastjórn. Vopnuð átök milli þjóðarbrota Hútúa og Tútsa hófust nokkrum árum síðar og skipulögð morð áttu sér reglulega stað þrátt fyrir harðar refsiaðgerðir stjórnvalda. Þegar stjórnarskránni var breytt 1992 til að afnema flokksræðið braust út borgarastyrjöld sem stóð frá 1993 til 2006.

Frá 2006 hefur staðið yfir enduruppbygging í landinu undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur gengið hægt og efnahagur landsins er í rúst eftir áratugalanga styrjöld. Landið er eitt það fátækasta í heimi og yfir helmingur barna undir fimm ára aldri býr við viðvarandi vannæringu. Helsta tekjulind landsins er kaffi sem nemur yfir 93% af útflutningi þess, en íbúar Búrúndí flytja líka út aðrar landbúnaðarvörur og góðmálma.

Landfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Búrúndí er eitt af minnstu löndum Afríku. Það er landlukt land þar sem miðbaugsloftslag er ríkjandi. Búrúndí er hluti af Vestursigdalnum sem er hluti af Sigdalnum mikla sem liggur vestan við Viktoríuvatn. Landið er á hæðóttri hásléttu í miðri Afríku. Búrúndí á landamæri að Rúanda í norðri, Tansaníu í austri og suðaustri, og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í vestri. Þar eru vistsvæðin fjallaskógar Vestursigdalsins, miomboskógar Mið-Sambesí og skógargresja Viktoríuvatns.[1]

Meðalhæð hásléttunnar er 1.707 metrar, en landið liggur lægra við landamærin. Heha-fjall er hæsti tindur landsins, í 2.685 metra hæð. Það rís suðaustan við efnahagslega höfuðborg landsins, Bújúmbúra. Hæstu upptök Nílarfljóts eru í Bururi-sýslu og renna sem Ruvyironza-fljót út í Viktoríuvatn.[2] Kagera-fljót er önnur mikilvæg á sem rennur í Viktoríuvatn frá Búrúndí. Helsta stöðuvatn Búrúndí er Tanganjikavatn sem liggur á suðvesturlandamærum landsins.

Tveir þjóðgarðar eru í Búrúndí, Kibira-þjóðgarðurinn í norðvestri (lítil ræma af regnskógi samhliða Nyungwe-þjóðgarðinum í Rúanda) og Ruvubu-þjóðgarðurinn í norðaustri (meðfram Rurubu-fljóti). Báðir þjóðgarðarnir voru stofnaðir 1982 til að vernda villt dýralíf.[3]

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnsýslueiningar

[breyta | breyta frumkóða]

Búrúndí skiptist í 18 sýslur sem hver heitir eftir sínum höfuðstað, fyrir utan dreifbýli við Bújúmbúra. Nýjasta sýslan er Rumonge-sýsla. Hún var stofnuð árið 2015 úr fimm sveitarfélögum sem áður heyrðu undir dreifbýli við Bújúmbúra og Bururi.[4]

Sýsla Höfuðstaður Stærð
(km2) [5]
Íbúar
(manntal 2008)[6]
Íbúar á km2) Sveitarfélög
Austur-Búrúndí
Cankuzo Cankuzo 1.964,54 228.873 116,5 5
Gitega Gitega 1.978,96 725.223 366,5 11
Rutana Rutana 1.959,45 333.510 170,2 6
Ruyigi Ruyigi 2.338,88 400.530 171,2 7
Norður-Búrúndí
Karuzi Karuzi 1.457,40 436.443 299,5 7
Kayanza Kayanza 1.233,24 585.412 474,7 9
Kirundo Kirundo 1.703,34 628.256 368,8 7
Muyinga Muyinga 1.836,26 632.409 344,4 7
Ngozi Ngozi 1.473,86 660.717 448,3 9
Suður-Búrúndí
Bururi Bururi 1.644,68 313.102 190,4 6
Makamba Makamba 1.959,60 430.899 219,9 6
Rumonge Rumonge 1.079,72 352.026 326,0 5
Vestur-Búrúndí
Bubanza Bubanza 1.089,04 338.023 310,4 5
Bujumbura Mairie Bújúmbúra 86,52 497.166 5746,3 13
Bujumbura Rural Isale 1.059,84 464.818 438,6 9
Cibitoke Cibitoke 1.635,53 460.435 281,5 6
Muramvya Muramvya 695,52 292.589 420,7 5
Mwaro Mwaro 839,60 273.143 325,3 6
Þróun landsframleiðslu á mann.

Búrúndí er landlukt land sem er fátækt af náttúruauðlindum og með vanþróaðan iðnað. Um helmingur af þjóðarframleiðslunni kemur frá landbúnaði sem nýtir um 90% mannaflans.[7] Um 90% af landbúnaðinum er sjálfsþurftarbúskapur. Helstu útflutningsvörur eru te og kaffi sem eru 90% af gjaldeyristekjum, þótt útflutningur sé tiltölulega lítill hluti af landsframleiðslunni. Aðrar útflutningsvörur eru bómull, maís, dúrra, sætar kartöflur, bananar, tapíóka, nautakjöt, mjólk og húðir. Vegna fólksfjölgunar og skorts á stefnu um eignaraðild lands hafa margir íbúar litla möguleika á að framfleyta sér af sjálfsþurftarbúskap. Árið 2014 var meðalstærð býla innan við hálfur hektari.

Búrúndí er fátækasta ríki heims, meðal annars vegna skorts á aðgengi að menntun og útbreiðslu HIV-veirunnar. Talið er að um 80% af íbúum landsins lifi við fátækt.[8] Hungursneyðir og matarskortur hafa hrjáð landið á 20. öld[9] og samkvæmt Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna þjást 56,8% barna undir fimm ára aldri af krónískri vannæringu.[10] Gjaldeyristekjur Búrúndí, og þar með geta landsins til að greiða fyrir innflutning, er að stórum hluta háð veðri og verðlagningu á alþjóðlegum te- og kaffimörkuðum.

Kaupmáttur flestra Búrúndíbúa hefur minnkað þar sem kauphækkanir hafa ekki haldið í við verðbólgu. Afleiðingin af versnandi fátækt er að Búrúndí er mjög háð erlendri aðstoð. Um 42% af þjóðartekjum kemur þaðan, sem er hæsta hlutfallið í Afríku sunnan Sahara. Búrúndí gerðist aðili að Austur-Afríkusambandinu árið 2009 til að efla verslun við nágrannaríki. Landið fékk líka 700 milljón dala eftirgjöf á skuldum sama ár. Spilling í stjórn landsins kemur í veg fyrir þróun heilbrigðs einkageira þar sem fyrirtæki takast á við síbreytilegt regluverk.[11]

Rannsóknir hafa allt frá 2007 sýnt að lífsánægja Búrúndíbúa er mjög lítil. Samkvæmt Hamingjuskýrslunni 2018 var Búrúndí það ríki þar sem minnst hamingja mældist í heiminum.[12][13]

Fiskimenn á Tanganjikavatni.

Meðal náttúruauðlinda Búrúndí eru úran, nikkel, kóbalt, kopar og platína.[14] Fyrir utan landbúnað er til iðnaður á sviði samsetningar á innfluttum vörum, opinberar byggingarframkvæmdir, matvælaiðnaður og smáiðnaður við framleiðslu á til dæmis teppum, skóm og sápu.

Búrúndí er í næstneðsta sæti allra ríkja heims hvað varðar samskiptainnviði samkvæmt vísitölu Alþjóðaefnahagsráðsins yfir stöðu þróunar á sviði upplýsinga- og samskiptatækni. Búrúndí var í 147. sæti vísitölunnar árið 2014 og hafði fallið úr 144. sæti árið áður.[15]

Skortur á aðgengi að fjármálaþjónustu er mikið vandamál fyrir meirihluta íbúa, sérstaklega í þéttbýlustu sveitunum. Einungis um 2% íbúa er í bankaviðskiptum og innan við hálft prósent taka bankalán. Örfjármögnun leikur stærra hlutverk, en um 4% landsmanna eiga aðild að örfjármögnunarfyrirtækjum; fleiri en hafa aðgang að bankaþjónustu og póstþjónustu. 26 skráð örfjármögnunarfyrirtæki bjóða upp á sparnað, innlánsreikninga og skammtíma- og langtímalán. Þessi geiri er minna háður erlendri fjárhagsaðstoð.[16]

Búrúndí er hluti af Austur-Afríkusambandinu og gæti orðið aðili að Sambandsríki Austur-Afríku. Hagvöxtur er tiltölulega stöðugur, en Búrúndí er samt eftirbátur nágrannaríkjanna.[17]

Börn í Bújúmbúra.

Í október 2021 áætlaði Efnahags- og félagsmálaskrifstofa Sþ að íbúafjöldi Búrúndí væri 12,4 milljónir, en var aðeins 2,5 milljónir árið 1950.[18] Fólksfjölgunarhlutfallið er 2,5% á ári, sem er meira en tvöfalt hærra en meðaltal heimsins. Hver kona í Búrúndí eignast að meðaltali 5,1 barn, sem er tvöfalt hærra frjósemishlutfall en að meðaltali í heiminum.[19] Heildarfrjósemishlutfall Búrúndí var það 10. hæsta í heimi, rétt á eftir Sómalíu, árið 2021.[11]

Margir íbúar Búrúndí hafa flust til annarra landa vegna borgarastyrjaldarinnar. Árið 2006 tóku Bandaríkin við um 10.000 búrúndískum flóttamönnum.[20]

Búrúndí er landbúnaðarsamfélag og aðeins 13% íbúa bjuggu í þéttbýli árið 2013.[11] Þéttleiki byggðar er um 315 manns á ferkílómetra sem er annar mesti þéttleiki í Afríku sunnan Sahara.[21] Um 85% íbúa eru Hútúar að uppruna, 15% eru Tútsar og innan við 1% er Túar.[22]

Opinber tungumál Búrúndí eru kírúndí, franska og enska. Enska var gerð að opinberu tungumáli árið 2014.[23] Nær allir íbúar tala kírúndí og innan við 10% tala frönsku.[24]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Dinerstein; og fleiri (2017). „An Ecoregion-Based Approach to Protecting Half the Terrestrial Realm“. BioScience. 67 (6): 534–545. doi:10.1093/biosci/bix014. ISSN 0006-3568. PMC 5451287. PMID 28608869.
  2. Ash, Russell (2006). The Top 10 of Everything. New York City: Sterling Publishing Company. ISBN 0-600-61557-X.
  3. East, Rob (1999). African Antelope Database 1998. International Union for Conservation of Nature. bls. 74. ISBN 2-8317-0477-4.
  4. Nkurunziza, Pierre (26. mars 2015). „Loi No 1/10 du 26 mars 2015 portant creation de la province du Rumonge et delimitation des provinces de Bujumbura, Bururi et Rumonge“ (PDF). Presidential Cabinet, Republic of Burundi. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 25 október 2016. Sótt 14. júlí 2015.
  5. „Burundi: administrative units, extended“. GeoHive. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2015. Sótt 13. júlí 2015.
  6. Law, Gwillim. „Provinces of Burundi“. Statoids. Sótt 13. júlí 2015.
  7. „Burundi and the EU“. EEAS – European External Action Service – European Commission (enska). Sótt 27. ágúst 2019.
  8. Burundi Population Geymt 23 desember 2004 í Wayback Machine. Institute for Security Studies. Retrieved on 30 June 2008.
  9. Weinstein, Warren; Robert Schrere (1976). Political Conflict and Ethnic Strategies: A Case Study of Burundi. Syracuse University: Maxwell School of Citizenship and Public Affairs. bls. 5. ISBN 0-915984-20-2.
  10. „Where We Work – Burundi“. Afritað af uppruna á 12. febrúar 2009. Sótt 21. ágúst 2006. Matvælaáætlun Sþ. Sótt 30. júní 2008.
  11. 11,0 11,1 11,2 „Burundi“, The World Factbook (enska), Central Intelligence Agency, 31. janúar 2024, sótt 5. febrúar 2024
  12. Collinson, Patrick (14. mars 2018). „Finland is the happiest country in the world, says UN report“. The Guardian. Afrit af uppruna á 14. mars 2018. Sótt 15. mars 2018.
  13. White, A. (2007). A Global Projection of Subjective Well-being: A Challenge to Positive Psychology? Geymt 25 október 2016 í Wayback Machine Psychtalk 56, 17–20. Sótt 8. júní 2008.
  14. Eggers, p. xlviii.
  15. „NRI Overall Ranking 2014“ (PDF). World Economic Forum. Afrit (PDF) af uppruna á 25. október 2016. Sótt 28. júní 2014.
  16. „Burundi: Financial Sector Profile“. Afritað af uppruna á 13. maí 2011. Sótt 30. nóvember 2010.
  17. Burundi Geymt 26 desember 2016 í Wayback Machine. Worlddiplomacy.org. Sótt 29. júní 2015.
  18. "Table 2. Total population by country, 1950, 2000, 2015, 2025 and 2050 (medium-variant) Geymt 8 apríl 2017 í Wayback Machine". (PDF). United Nations Department of Economic and Social Affairs/Population Division. p. 27.
  19. Jillian Keenan, The Blood Cries Out Geymt 12 janúar 2018 í Wayback Machine. "In one of Africa's most densely populated countries, brothers are killing brothers over the right to farm mere acres of earth. There's just not enough land to go around in Burundi — and it could push the country into civil war." Foreign Policy (FP)
  20. Kaufman, Stephen. U.S. Accepting Approximately 10,000 Refugees from Burundi Geymt 13 febrúar 2008 í Wayback Machine. 17 October 2006. U.S. Department of State. Sótt 5. júní 2008.
  21. Background Note: Burundi. United States Department of State. February 2008. Retrieved on 28 June 2008.
  22. Eggers, Ellen K. (2006). Historical Dictionary of Burundi (3rd. útgáfa). Lanham, Maryland: Scarecrow Press. bls. ix. ISBN 0-8108-5302-7.
  23. „Burundi: l'anglais officialisé aux côtés du français et du kirundi“. RFI (franska). 29. ágúst 2014. Sótt 14. júlí 2021.
  24. La langue française dans le monde (2022)
  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.