Þýska Austur-Afríka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Þýsku Austur-Afríku. Dökkgráu svæðin eru aðrar þýskar nýlendur í Afríku.

Þýska Austur-Afríka var þýsk nýlenda í Austur-Afríku þar sem síðar varð ríkið Tanganjika sem enn síðar varð meginlandshluti Tansaníu, Rúanda-Úrúndí sem síðar urðu ríkin Rúanda og Búrúndí, og Kionga-þríhyrningurinn sem varð hluti af Mósambík. Nýlendan var upphaflega stofnuð af Þýska Austur-Afríkufélaginu 1885 eftir að þýski ævintýramaðurinn Carl Peters hafði gert samninga við höfðingja innfæddra. Barghash bin Said soldán Sansibar mótmælti nýlendustofnun, en Otto von Bismarck sendi þá fimm herskip þangað sem skutu á soldánshöllina þar til soldáninn gafst upp og samþykkti tilkall Þjóðverja til meginlandsins fyrir utan ræmu við ströndina. Árið 1891 seldi félagið nýlenduna til þýska ríkisins.

Eftir ósigur í fyrri heimsstyrjöld samþykkti Þjóðabandalagið að Þýska Austur-Afríka yrði breskt verndarsvæði. Breskar og belgískar hersveitir frá Suður-Afríku og Belgísku Kongó höfðu þá lagt svæðið undir sig, auk portúgalskra hersveita frá Mósambík. Árið 1919 samþykktu Bretar að láta Belgum Rúanda-Úrúndí eftir og lítið landsvæði gekk til Mósambík.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.