Fara í innihald

Góðmálmur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gullmoli.

Góðmálmur er málmur sem hefur hátt verðgildi. Margir góðmálmar, sérstaklega eðalmálmar, eru tæringarþolnir og minna hvarfgjarnir en flest önnur frumefni. Þeir eru oftast mótanlegir og gljáandi. Sögulega hafa góðmálmar verið notaðir sem gjaldmiðlar en eru í dag aðallega mikilvægir í fjárfestingum, sem verðmætaforði og sem hráefni í iðnaði. Gull, silfur, palladín og platína eru allir með ISO 4217-kóða sem gjaldmiðlar.

Þekktustu góðmálmarnir eru myntmálmarnir gull og silfur. Aðrir góðmálmar koma úr platínuhópnum: rúten, ródín, osmín, iridín, palladín og platína. Sögulega hafa þessir málmar verið miklu dýrari en aðrar málmtegundir.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.