Fara í innihald

Tútsar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tútsar (1904)

Tútsar eru einn af stærstu þjóðflokkum Rúanda. Þeir komu upphaflega frá Eþíópíu á 15. öld. Tútsar tala Bantú.

Talið er að Tútsar séu upprunir við ána Níl. Þeir eru líka otf kallaðir Batusi, Tússi, Watusi eða Watutsi og búa nú flestir í Rúanda og Búrúndí. Tútsar koma fyrst til sögunnar á 14. eða 15. öld og komu þá inn á núverandi landsvæði úr norðaustri. Þeir þóttu vera mjög hæfir stríðsmenn og náðu þeir völdum yfir Hútúum án mikilla átaka. Tútsar og Hútúar lifðu að mestu friðsamlega þrátt fyrir að Tútsar hefðu meiri völd þar sem þeir áttu flesta nautgripi landsins og nutu hernaðaryfirburða. Konungur Tútsa var kallaður Mwami og var hann talinn vera af guðlegum uppruna. Þjóðflokkur Tútsa stækkaði þangað til á nýlendutímabilinu í Evrópu sem var seint á 19. öld. [1]

Tútsar eru minnihlutahópur í báðum löndumum og voru þeir um það bil 19% íbúa Rúanda og 14% í Búrundí fram til 1990. Tútsum fækkaði gríðarlega í þjóðarmorðinu í Rúanda árið 1994.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Tutsi | people“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 29. apríl 2021.