Fara í innihald

The Freewheelin' Bob Dylan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The Freewheelin' Bob Dylan
Breiðskífa eftir
Gefin út27. maí 1963 (1963-05-27)
Tekin upp24–25. apríl, 9. júlí, 16. október, 1. og 15. nóvember, 6. desember 1962, og 24. apríl 1963
HljóðverColumbia 7th Ave, (New York)[1][2]
Stefna
Lengd44:14 (fyrsta útgáfa)
50:26 (síðari útgáfur)
ÚtgefandiColumbia
Stjórn
  • John Hammond
  • Tom Wilson
Tímaröð – Bob Dylan
Bob Dylan
(1962)
The Freewheelin' Bob Dylan
(1963)
The Times They Are a-Changin'
(1964)
Smáskífur af The Freewheelin' Bob Dylan
  1. „Mixed-Up Confusion“ / „Corrina, Corrina“
    Gefin út: desember 1962
  2. „Blowin' in the Wind“ / „Don't Think Twice, It's All Right“
    Gefin út: ágúst 1963

The Freewheeling Bob Dylan er plata eftir bandaríska tónlistarmanninn Bob Dylan sem kom út 27. maí 1963. Platan var önnur breiðskífa Dylans, eftir að platan Bob Dylan kom út árið áður. Umslagið sýnir Dylan og kærustu hans á þessum tíma, Suzie Rotolo, labba niður Jones Street í New York. Myndina tók ljósmyndarinn Don Hunstein. Dylan sá um raddir, munnhörpuleik og kassagítarsleik á plötunni. Howie Collins spilaði á gítar í ellefta lagi plötunnar, Corrinna, Corrinna, sem og Leonard Gaskin (sem spilaði á bassa í laginu), Bruce Langhorne (sem spilaði á gítar í laginu), Herb Lovelle (sem spilaði á trommur í laginu) og Dick Wellstood (sem spilaði á píanó í laginu). Líkt og á fyrstu plötu Dylan sá John H. Hammond um framleiðslu plötunnar, sem og Tom Wilson. Öll lög á plötunni voru skrifuð af Dylan, fyrir utan „Corinna“, sem er þjóðlag og „Honey, Just Allow Me One More Chance“, sem var skrifað af Henry Thomas.

A hlið.

  1. Blowin' in the Wind.
  2. Girl from the North Country.
  3. Masters of War.
  4. Down the Highway.
  5. Bob Dylan's Blues.
  6. A Hard Rain's a-Gonna Fall.

B hlið.

  1. Don't Think Twice, It's All Right.
  2. Bob Dylan's Dream.
  3. Oxford Town.
  4. Talkin' World War III Blues.
  5. Corrinna, Corinna.
  6. Honey, Just Allow Me One More Chance.
  7. I Shall Be Free.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Heylin 1995, bls. 13–19
  2. Heylin 1996, bls. 30–43