Hestamannafélagið Hringur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hestamannafélagið Hringur er félag hestamanna á Dalvík og nágrennis. Félagið var stofnað í júní árið 1962 af 33 stofnmeðlimum[1] og er nefnt í höfuðið á Hring frá Vallanesi. Hringur var reiðhestur Þórarins kr. Eldjárns á Tjörn, sem var faðir Kristjáns Eldjárns forseta, fyrri eigenda Hrings[2].

Keppnisbúningur Hestamannafélagsins Hrings er milligrár jakki með svörtum kraga, rautt bindi og hvítar eða svartar buxur[3].

Félagið er með aðstöðu í Hringsholti í Svarfaðardal, sem er gamall refaskáli sem félagið keypti og breytti í hesthús árið 1990.[2]

Núverandi formaður félagsins er Lilja Guðnadóttir.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Sagan“. Hringur Dalvík. Sótt 16. febrúar 2023.
  2. 2,0 2,1 Þórarinn Hjartarson (1999). Aldarreið. Svarfdælskir hestar og hestamenn á 20.öld. Bókaútgáfan Hólar.
  3. „Sagan“. Hringur Dalvík. Sótt 16. febrúar 2023.
  4. „Formenn félagsins“. Hringur Dalvík. Sótt 16. febrúar 2023.