Tíu helstu iðnríki heims

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tíu helstu iðnríki heims (enska: Group of Ten, eða G10) eru lönd sem árið 1962 tóku þátt í almennu lántökufyrirkomulagi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins svo hann gæti tekið aukalán hjá seðlabönkum þeirra, til að auka við lánagetu sína. Upphaflega voru þetta átta lönd: Bandaríkin, Belgía, Bretland, Frakkland, Holland, Ítalía, Japan og Kanada; en seðlabankar Þýskalands og Svíþjóðar samþykktu að auki 6 milljarða dala dráttarréttindi.

Árið 1964 voru sjóðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins notaðir til að bjarga breska pundinu. Sama ár gerðist Sviss aðili að samkomulaginu. Löndin urðu þar með ellefu, en nafn hópsins breyttist ekki.

Áheyrnaraðilar að fundum Tíu helstu iðnríkja heims eru Alþjóðagreiðslubankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Efnahags- og framfarastofnunin og Lúxemborg.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.