Fara í innihald

BYKO

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Byko ehf.
Stofnað 1962
Stofnandi Guðmundur H. Jónsson og Hjalti Bjarnason
Staðsetning Kópavogur
Vefsíða byko.is

BYKO er íslensk verslunarkeðja sem rekur byggingavöruverslanir.

Árið 1962 opnuðu Guðmundur H. Jónsson og Hjalti Bjarnason 135 fermetra byggingavöruverslun við Kársnesbraut í Kópavogi. Hét verslunin upphaflega Byggingarvöruverslun Kópavogs.[1][2]

Í upphafi var einungis verslað með grófa vöru en innan árs var opnuð þar smávöruverslun. Árið 1972 var verslunin flutt að Nýbýlavegi 6, þar sem nú er Bónusverslun auk smærri verslana og veitingastaða.

Árið 1988 flutti verslunin í nýtt og rúmbetra húsnæði í Breiddinni. Nokkru áður, eða árið 1980, var stórt athafnasvæði fyrir timbursölu tekið í notkun við Skemmuveg í Kópavogi þar sem nú er Timbursala BYKO í Breiddinni.

BYKO rekur í dag verslanir á sex stöðum á landinu.

Fyrri verslanir BYKO er í Hafnarfirði sem opnaði árið 1984 en lokaði 2007. Í stað þess opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ sem lokaði árið 2011.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Kjartan Stefánsson (1. maí 1987). „Við höfum alltaf byrjað smátt“. Frjáls verslun. bls. 32–38.
  2. „Guðmundarlundur“. Skógræktarfélag Kópavogs. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júní 2019. Sótt 20. júní 2019.
  Þessi fyrirtækjagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.