Fara í innihald

Phil Lynott

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Philip Parris Lynott (20. ágúst 19494. janúar 1986) var söngvari, bassaleikari og lagahöfundur ásamt því að spila á önnur hljóðfæri. Lynott var hvað þekktastur fyrir það að vera bassaleikari, söngvari og aðallagahöfundur rokkhljómsveitarinnar Thin Lizzy á árunum 1969 - 1983.

Lynott var fæddur á Hallam-spítalanum í Staffordshire á Englandi. Faðir hans Cecil Parris var afro-brasilískur en móðir Phil Lynotts var Philomena „Phyllis“ Lynott frá Írlandi og frá henni kemur Lynott nafnið. Faðir hans Cecil Parris fór frá móður hans aftur til Brasilíu einungis þremur vikum eftir fæðingu Lynotts. Foreldrar Phils héldu sambandi við hvort annað fyrstu ár ævi hans en Lynott hitti ekki föður sinn fyrst fyrr en seint á áttunda áratugnum.

Phil var alinn upp í Moss Side í Manchester þar sem hann varð meðal annars Manchester United-aðdáandi. Meðan að hann var enn í skóla flutti hann til Crumlin í Dublin til ömmu sinnar sem hét Sarah.

Tónlistarferill

[breyta | breyta frumkóða]

Tónlistarferill Lynott's byrjaði á miðjum sjöunda áratuginum þegar hann söng með hljómsveitinni the Black Eagles. Á þessum tímapunkti urðu hann og Brian Downey trommuleikari vinir.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.