Fara í innihald

Ólafur Jóhann Ólafsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ólafur Jóhann Ólafsson (f. 26. september 1962) er íslenskur viðskiptamaður og rithöfundur.

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Ólafur Jóhann er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Foreldrar hans eru Ólafur Jóhann Sigurðsson (1918-1988) rithöfundur og Anna Jónsdóttir (1918-1995) húsfreyja. Maki Ólafs er Anna Ólafsdóttir og eiga þau þrjú börn. Þau eru búsett í New York í Bandaríkjunum.

Menntun og störf[breyta | breyta frumkóða]

Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1982 og prófi sem eðlisfræðingur frá Brandeis University í Massachusetts í Bandaríkjunum 1985. Hann byrjaði feril sinn hjá Sony en þar starfaði hann frá 1986-1996, síðast sem aðstoðarforstjóri fyrirtækisins. Árið 1996 hóf hann störf hjá Advanta og var forstjóri þess um skeið en var síðan ráðinn til Time Warner Digital Media 1999 og var aðstoðarforstjóri Time Warner til ársins 2018.

Skáldverk Ólafs hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál og hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir ritstörf. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006 fyrir smásagnasafnið Aldingarðurinn og hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir ritstörf og kynningu á íslenskum málefnum árið 2007.[1]

Verk[breyta | breyta frumkóða]

 • 1986 - Níu lyklar
 • 1988 - Markaðstorg guðanna
 • 1991 - Fyrirgefning syndanna
 • 1994 - Sniglaveislan
 • 1996 - Lávarður heims
 • 1999 - Slóð fiðrildanna
 • 2001 - Höll minninganna
 • 2004 - Sakleysingjarnir
 • 2006 - Aldingarðurinn
 • 2011 - Málverkið
 • 2015 - Endurkoman
 • 2017 - Sakramentið
 • 2019 - Innflytjandinn
 • 2020 - Snerting
 • 2022 - Játning

Verðlaun[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Skáld og athafnaskáld“, Morgunblaðið 26. desember 2012 (skoðað 5. nóvember 2020)
 2. http://www.bokautgafa.is/index.php/verðlaun-og-tilnefningar[óvirkur tengill]
 3. http://www.randomhouse.com/anchor/ohenry/
 4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. desember 2013. Sótt 29. ágúst 2012.
 5. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. nóvember 2010. Sótt 29. ágúst 2012.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]