Fara í innihald

Handknattleiksárið 1959-60

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Handknattleiksárið 1959-60 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1959 og lauk sumarið 1960. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Ármannsstúlkur í kvennaflokki. Íslenska kvennalandsliðið tók þátt í Norðurlandamóti í Svíþjóð.

Karlaflokkur

[breyta | breyta frumkóða]

FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla á fullu húsi stiga. Keppt var í sex liða deild með einfaldri umferð.

Félag Stig
FH 10
KR 8
ÍR 6
Valur 4
Afturelding 2
Ármann 0

Ármann féll í 2. deild.

Framarar sigruðu í 2. deild á fullu húsi stiga og tryggðu sér sæti í 1. deild. Leikin var einföld umferð í fjögura liða deild, auk gestaliðs

Félag Stig
Fram 6
Víkingur 4
Þróttur 2
ÍA 0

Reykvíska íþróttafélagið Skandinavisk boldklub tók þátt í mótinu sem gestalið og voru leikir þess ekki taldir með í lokastöðu. Það tapaði leikjum sínum gegn Fram, Víkingi og Þrótti með miklum mun. Lið ÍA mætti ekki til leiks gegn Skandinavian boldklub.

Kvennaflokkur

[breyta | breyta frumkóða]

Ármenningar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna á fullu húsi stiga. Leikin var einföld umferð í sjö liða deild.

Félag Stig
Ármann 12
Valur 10
KR 8
Þróttur 6
FH 5
Fram 2
Víkingur 1

Kvennalandsliðið tók þátt í Norðurlandamóti í Västerås og hafnaði í 2. sæti.

  • Ísland – Danmörk 7:10
  • Ísland – Noregur 8:8
  • Ísland – Svíþjóð 7:6
Land Stig
Danmörk 5
Ísland 3
Noregur 3
Svíþjóð 1

Engir karlalandsleikir fóru fram á tímabilinu.