Fara í innihald

Handknattleiksárið 1964-65

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Handknattleiksárið 1964-65 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1964 og lauk sumarið 1965. FH urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Valskonur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók ekki þátt í stórmóti á tímabilinu.

Karlaflokkur

[breyta | breyta frumkóða]

FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla á fullu húsi stiga. Keppt var í sex liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
FH 20
Fram 12
KR 10
Haukar 7
Ármann 6
Víkingur 5

Víkingar féllu í 2. deild.

Valsmenn sigruðu í 2. deild á fullu húsi stiga og tryggðu sér sæti í 1. deild. Leikin var tvöföld umferð í fimm liða deild.

Félag Stig
Valur 16
Þróttur 6
ÍR 6
ÍBK 6
ÍBA 6

Evrópukeppni

[breyta | breyta frumkóða]

Framarar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða í annað sinn. Þeir hófu keppni í 16-liða úrslitum og töpuðu fyrir sænska liðinu Redbergslids IK.

16-liða úrslit

  • Redbergslids IK - Fram 25:20

Kvennaflokkur

[breyta | breyta frumkóða]

Valskonur urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna eftir úrslitaleik gegn FH. Leikin var einföld umferð í sex liða deild.

Félag Stig
Valur 8
FH 8
Ármann 6
Fram 6
Víkingur 2
Breiðablik 0

Úrslitaleikur

  • Valur - FH 13:9

Karlalandsliðið lék tvo vináttulandsleiki gegn Spáni á tímabilinu. Það voru síðustu landsleikirnir sem fram fóru í íþróttahúsi hersins á Miðnesheiði áður en Laugardalshöllin var tekin í gagnið.