Fara í innihald

Handknattleiksárið 1975-76

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Handknattleiksárið 1975-76 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1975 og lauk vorið 1976. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í forkeppni fyrir Ólympíuleikana 1976, en komst ekki áfram.

Karlaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
FH 24
Valur 19
Fram 16
Haukar 14
Víkingur 14
Grótta 12
Þróttur 10
Ármann 7

Ármann féll niður um deild. Markakóngur var Friðrik Friðriksson, Þrótti, með 86 mörk.

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

ÍR-ingar sigruðu í 2. deild og færðust upp í þá fyrstu. Breiðablik féll niður í 3. deild. Keppt var í 8 liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
ÍR 24
KA 23
KR 22
Leiknir R. 11
Keflavík 11
Þór Ak. 8
Fylkir 8
Breiðablik 5

3. deild[breyta | breyta frumkóða]

Stjarnan sigraði í 3. deild. Þjálfari Stjörnunnar var Sigurður Einarsson. Keppt var í tveimur riðlum, Suðurlandsriðli og Norðurlandsriðli og leikin tvöföld umferð.

Suðurlandsriðill:

Félag Stig
Stjarnan 19
HK 14
Afturelding 13
ÍA 10
Víðir 2
Njarðvík 2

Norðurlandsriðill:

Félag Stig
Ísafjörður 9
Leiftur 7
UÍA 6
Dalvík 2

Úrslitaleikur:

 • Stjarnan – ÍBÍ 26:15

Bikarkeppni HSÍ[breyta | breyta frumkóða]

FH-ingar sigruðu í bikarkeppninni annað árið í röð eftir úrslitaleik gegn Val. 22 lið tóku þátt.

1. umferð

 • Þróttur - Haukar 32:34
 • Fylkir - Leiknir 24:15
 • ÍA - Grótta 18:24
 • Afturelding - Víkingur 26:36
 • Þór Ak. - FH 25:33
 • ÍR - HK 24:19

16-liða úrslit

8-liða úrslit

Undanúrslit

Úrslitaleikur

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Evrópukeppni meistaraliða[breyta | breyta frumkóða]

Víkingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og féllu út í 16-liða úrslitum.

16-liða úrslit

Evrópukeppni bikarhafa[breyta | breyta frumkóða]

FH-ingar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa og féllu út í 16-liða úrslitum. Þetta var í fyrsta sinn sem keppnin var haldin.

16-liða úrslit

 • FH - Oppsal IF (Noregi) 11:19 og 17-15

Kvennaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Þjálfari Fram var Guðjón Jónsson. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Fram 25
Ármann 23
Valur 21
FH 18
KR 11
Víkingur 5
Breiðablik 5
ÍBK 3

ÍBK féll niður um deild.

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

Þór Akureyri sigraði í 2. deild og tók sæti ÍBK. Úrslitakeppni 2. deildar var haldin á Akureyri:

Í suðvesturlandsriðli kepptu, auk Njarðvíkur og Hauka: Grindavík, ÍR, Stjarnan, Fylkir, Haukar, Grótta og Þróttur.

Bikarkeppni HSÍ[breyta | breyta frumkóða]

Ármannsstúlkur sigruðu í bikarkeppninni sem haldin var í fyrsta sinn. Fjórtán lið tóku þátt í mótinu.

1. umferð

8-liða úrslit

Undanúrslit

Úrslit

 • Ármann - Fram 12:12 (e. framlengingu)

Ármann sigraði 5:3 í vítakeppni.

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Evrópukeppni meistaraliða[breyta | breyta frumkóða]

Valsstúlkur kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og féllu út í 1. umferð. Liðið lék báða leiki sína í Kaupmannahöfn.

1. umferð

 • Valur - HG Kaupmannahöfn, Danmörku 7:12
 • HG Kaupmannahöfn - Valur 10:9

Landslið[breyta | breyta frumkóða]

Stærsta verkefni karlalandsliðsins á keppnistímabilinu var forkeppni Ólympíuleikanna 1976. Íslenska liðið var í riðli með Lúxemborg og Ólympíumeisturum Júgóslava. Ísland hafnaði í öðru sæti í riðlinum og komst ekki áfram.

Forriðill ÓL

 • Ísland – Lúxemborg 29:10
 • Ísland – Júgóslavía 18:24
 • Lúxemborg – Ísland 12:18
 • Júgóslavía - Ísland 23:22