Handknattleiksárið 1973-74

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Handknattleiksárið 1973-74 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1973 og lauk vorið 1974. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í HM í handknattleik í Austur-Þýskalandi en árangurinn olli vonbrigðum.

Karlaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla, unnu alla leiki sína nema þann síðasta gegn Valsmönnum. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
FH 26
Valur 20
Fram 17
Haukar 14
ÍR 11
Ármann 9
Þór Ak. 9

Þór Akureyri féll niður um deild. Markakóngur var Axel Axelsson, Fram, með 106 mörk sem var markamet.

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

Grótta sigraði í 2. deild eftir úrslitaleik gegn Þrótti og færðist upp í þá fyrstu. Völsungur féll niður í 3. deild. Keppt var í 8 liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Grótta 24
Þróttur R. 24
KR 18
KA 15+
Breiðablik 15+
ÍBK 10+
Fylkir 4+
Völsungur 0++
  • Úrslitaleikur: Grótta - Þróttur 21:1

+ Úrslit vantar í leikjunum KA - Breiðablik og ÍBK - Fylkir

++ Völsungur gaf þrjá síðustu leiki sína í mótinu

3. deild[breyta | breyta frumkóða]

Stjarnan sigraði í 3. deild eftir úrslitaleik gegn Þrótti Neskaupstað og færðist upp um deild. Þjálfari Stjörnunnar var Viðar Símonarson. Keppt var í tveimur fjögurra liða riðlum, Suðurlandsriðli og Austurlandsriðli, með tvöfaldri umferð.

Suðurlandsriðill

Lið Stig
Stjarnan 17
Afturelding 7
Víðir 3
ÍA 2

Austurlandsriðill

Lið Stig
Þróttur N. 10
Huginn 10
Austri Eskifirði 4
Leiknir F. 0

Úrslitakeppni

  • Stjarnan - Þróttur Nes. 18:13
  • Stjarnan - Þróttur Nes. 24:20

Bikarkeppni HSÍ[breyta | breyta frumkóða]

Valsmenn sigruðu í bikarkeppninni sem haldin var í fyrsta sinn. Sextán lið tóku þátt í mótinu sem leikið var að Íslandsmótinu loknu.

1. umferð

8-liða úrslit

  • ...

Undanúrslit

  • Fram – Víkingur 21:20
  • Valur – FH 27:25 (e. tvær framlengingar)

Úrslitaleikur

  • Valur – Fram 24:16

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Valsmenn kepptu í Evrópukeppni meistaraliða en féllu út í 1. umferð fyrir VfL Gummersbach, sem varð að lokum Evrópumeistari.

1. umferð

Kvennaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Keppt var í sjö liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Fram 21
Valur 20
Ármann 14
FH 12
KR 9
Víkingur 4
Þór Ak. 4
  • Aukaleikur um 6. sæti: Víkingur - Þór Ak. 11:8

Þór Ak. hafnaði í neðsta sæti. Vegna fjölgunar í 1. deild kvenna léku Þór og Völsungur, sem hafnaði í 2. sæti í 2. deild, aukaleik sem lauk með sigri Þórs.

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

Breiðablik sigraði í 2. deild eftir úrslitaleik gegn Völsungi og vann sér sæti í 1. deild.

Suðurlandsriðill

Félag Stig
Breiðablik 20
ÍBK 15
Njarðvík 8
Haukar 7
Grótta 6
ÍR 4

Norðurlandsriðill

  • Völsungur sigraði KA í tveimur leikjum.

Úrslitaleikir

  • Breiðablik - Völsungur 14:9
  • Breiðablik - Völsungur 17:9

Völsungur tók þátt í umspili við Þór Akureyri um laust sæti í 1. deild.

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.

Landslið[breyta | breyta frumkóða]

Stærsta verkefni karlalandsliðsins á keppnistímabilinu var HM í Austur-Þýskalandi. Liðið var í riðli með Tékkóslóvakíu , Vestur-Þýskalandi og Danmörku. Undirbúningsleikir gengu vel og voru vonir bundnar við góðan árangur. Eftir að til Þýskalands var komið braust hins vegar flensufaraldur út í herbúðum liðsins og það tapaði öllum leikjum sínum.

  • Ísland - Tékkóslóvakía 15:25
  • Ísland - Vestur-Þýskaland 16:22
  • Ísland - Danmörk 17:19