Handknattleiksárið 1966-67

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Handknattleiksárið 1966-67 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1966 og lauk sumarið 1967. Framarar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Valskonur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók ekki þátt í stórmóti á tímabilinu.

Karlaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla eftir aukaúrslitaleik gegn FH. Keppt var í sex liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Knattspyrnufélagið Fram.png Fram 15
Fimleikafelag hafnafjordur.png FH 15
Knattspyrnufélagið Haukar.png Haukar 12
Valur.png Valur 10
Knattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur 8
Ármann.png Ármann 0

Ármann féll í 2. deild.

'Úrslitaleikur

  • Fram - FH 16:12

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

KR-ingar sigruðu í 2. deild og tryggðu sér sæti í 1. deild í stað Ármanns. Leikin var tvöföld umferð í fimm liða deild.

Félag Stig
KR Reykjavík.png KR 14
Keflavik ÍF.gif ÍBK 8
ÍR.png ÍR 7
Þróttur R..png Þróttur R. 7
IBA.png ÍBA 2

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

FH keppti í Evrópukeppni meistaraliða. FH-ingar hófu keppni í 16-liða úrslitum en töpuðu fyrir ungverska liðinu Honved Búdapest.

16-liða úrslit

  • Honved Búdapest - FH 20:13
  • FH - Honved Búdapest 19:14

Landslið[breyta | breyta frumkóða]

Karlalandsliðið hélt í keppnisför til Bandaríkjanna og lék tvo leiki gegn heimamönnum sem voru ekki hátt skrifaðir í íþróttinni. Hermann Gunnarsson skoraði 17 mörk í öðrum leiknum sem talið var heimsmet í landsleik og var um langt árabil Íslandsmet.

Svíar komu til Reykjavíkur í apríl 1967 og léku tvo vináttuleiki. Þeim fyrri lauk með jafntefli, 21:21, eftir að Íslendingar skoruðu fimm síðustu mörkin. Seinni leikinn unnu Svíar með einu marki.

Kvennaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Valsarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Keppt var í sex liða deild með einfaldri umferð.

Félag Stig
Valur.png Valur 9
Fimleikafelag hafnafjordur.png FH 7
Knattspyrnufélagið Fram.png Fram 5
Knattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur 5
Ármann.png Ármann 4
KR Reykjavík.png KR 0

KR féll í 2. deild.

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

Breiðablik sigraði í 2. deild og tryggði sér sæti í 1. deild. Keppt var í fjögurra liða deild með einfaldri umferð.

Félag Stig
Breiðablik 6
ÍBK 4
Grindavík 2
ÍA 0

Landslið[breyta | breyta frumkóða]

Karlalandsliðið lék nokkra vináttulandsleiki á tímabilinu. Þar bar hæst leiki gegn Svíum, sem léku í fyrsta sinn hér á landi. Ísland gerði jafntefli í fyrri leiknum en tapaði þeim síðari með einu marki.