Handknattleiksárið 1972-73

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Handknattleiksárið 1972-73 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1972 og lauk vorið 1973. Valsarar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt á Ólympíuleikunum í München og tryggði sér sæti á HM í Austur-Þýskalandi.

Karlaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Valur 24
Fram 21
FH 21
Víkingur 14
ÍR 13
Haukar 10
Ármann 8
KR 1

KR féll niður um deild. Markakóngur var Einar Magnússon, Víkingi, með 100 mörk.

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

Þór Ak. sigraði í 2. deild og færðist upp um deild. Leikið var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Þór Ak. 26
Grótta 24
Þróttur R. 19
KA 19
ÍBK 11
Breiðablik 6
Fylkir 5
Stjarnan 4

Stjarnan endaði í neðsta sæti og féll niður í 3. deild.

3. deild[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í 3. deild í fyrsta sinn. Fjögur lið tóku þátt í keppninni og sigraði lið Völsungs á fullu húsi stiga og færðist upp í 2. deild.

Félag Stig
Völsungur 12
Afturelding 6
Þór Ve. 4
Ísafjörður 2

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Fram keppti í Evrópukeppni meistaraliða. Framarar hófu keppni í 1. umferð en töpuðu fyrir danska liðinu IF Stadion.

1. umferð

  • IF Stadion - Fram 15:15
  • Fram - IF Stadion 13:16

Kvennaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Valsarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna eftir úrslitaleik gegn Fram. Keppt var í sex liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Valur 14
Fram 14
Víkingur 9
Ármann 8
KR 8
Breiðablik 7

Breiðablik féll í 2. deild. Erla Sverrisdóttir, Ármanni, varð markadrottning með 55 mörk.

Úrslitaleikur

  • Valur - Fram 12:10

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

Þór Ak. sigraði í 2. deild eftr úrslitaleiki við FH og færðist upp í 1. deild. Að keppnistímabili loknu var ákveðið að fjölga upp í sjö lið í 1. deild kvenna og mættust þar næstefsta lið 2. deildar, FH og botnlið 1. deildar.

Suðurlandsriðill

Félag Stig
FH 16
Njarðvík 12
ÍBK 8
ÍR 4
Haukar 0

Norðurlandsriðill

  • Þór Ak. sigraði í Norðurlandskeppninni.

Úrslit

  • Þór Ak. - FH 8:8
  • Þór Ak. - FH 12:8
  • Báðir leikir fóru fram á Akureyri

Aukaleikir vegna fjölgunar í 1. deild

  • Breiðablik - FH 11:9
  • FH - Breiðablik 13:10

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.