Handknattleiksárið 1972-73

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Handknattleiksárið 1972-73 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1972 og lauk vorið 1973. Valsarar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt á Ólympíuleikunum í München og tryggði sér sæti á HM í Austur-Þýskalandi.

Karlaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Valur.png Valur 24
Knattspyrnufélagið Fram.png Fram 21
Fimleikafelag hafnafjordur.png FH 21
Knattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur 14
ÍR.png ÍR 13
Knattspyrnufélagið Haukar.png Haukar 10
Ármann.png Ármann 8
KR Reykjavík.png KR 1

KR féll niður um deild. Markakóngur var Einar Magnússon, Víkingi, með 100 mörk.

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

Þór Ak. sigraði í 2. deild og færðist upp um deild. Leikið var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Þór.png Þór Ak. 26
Grótta.png Grótta 24
Þróttur R..png Þróttur R. 19
Knattspyrnufélag Akureyrar.png KA 19
Keflavik ÍF.gif ÍBK 11
Breidablik.png Breiðablik 6
Fylkir.png Fylkir 5
Stjarnan.png Stjarnan 4

Stjarnan endaði í neðsta sæti og féll niður í 3. deild.

3. deild[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í 3. deild í fyrsta sinn. Fjögur lið tóku þátt í keppninni og sigraði lið Völsungs á fullu húsi stiga og færðist upp í 2. deild.

Félag Stig
Völsungur.gif Völsungur 12
UMFA.png Afturelding 6
Þór logo.jpg Þór Ve. 4
Ísafjörður 2

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Fram keppti í Evrópukeppni meistaraliða. Framarar hófu keppni í 1. umferð en töpuðu fyrir danska liðinu IF Stadion.

1. umferð

  • IF Stadion - Fram 15:15
  • Fram - IF Stadion 13:16

Kvennaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Valsarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna eftir úrslitaleik gegn Fram. Keppt var í sex liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Valur.png Valur 14
Knattspyrnufélagið Fram.png Fram 14
Knattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur 9
Ármann.png Ármann 8
KR Reykjavík.png KR 8
Breidablik.png Breiðablik 7

Breiðablik féll í 2. deild. Erla Sverrisdóttir, Ármanni, varð markadrottning með 55 mörk.

Úrslitaleikur

  • Valur - Fram 12:10

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

Þór Ak. sigraði í 2. deild eftr úrslitaleiki við FH og færðist upp í 1. deild. Að keppnistímabili loknu var ákveðið að fjölga upp í sjö lið í 1. deild kvenna og mættust þar næstefsta lið 2. deildar, FH og botnlið 1. deildar.

Suðurlandsriðill

Félag Stig
Fimleikafelag hafnafjordur.png FH 16
Njarðvík.jpg Njarðvík 12
Keflavik ÍF.gif ÍBK 8
ÍR.png ÍR 4
Knattspyrnufélagið Haukar.png Haukar 0

Norðurlandsriðill

  • Þór Ak. sigraði í Norðurlandskeppninni.

Úrslit

  • Þór Ak. - FH 8:8
  • Þór Ak. - FH 12:8
  • Báðir leikir fóru fram á Akureyri

Aukaleikir vegna fjölgunar í 1. deild

  • Breiðablik - FH 11:9
  • FH - Breiðablik 13:10

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.