Fara í innihald

Hamrarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hamrarnir
Fullt nafn Hamrarnir
Gælunafn/nöfn Hamrar
Stofnað 29. desember 2001
Leikvöllur KA Heimili
Stærð 150
Stjórnarformaður Þorgeir Rúnar Finnsson
Heimabúningur
Útibúningur

Hamrarnir eru íþróttafélag frá Akureyri. Liðið var upphaflega stofnað 29. desember 2001 af fjölmörgum félögum í framhaldsskólunum á Akureyri. 30. október árið 2005 var félagið formlega stofnað og tók sumarið 2006 þátt í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í fyrsta skiptið.

Árangur liðsins var ekki góður á fyrsta ári þess í 3. deildinni. Liðið sigraði aðeins einn leik, gerði eitt jafntefli en tapaði tíu leikjum og endaði í neðsta sæti D-riðils. Hamrarnir tóku þátt í VISA-bikarkeppninni féll félagið út í fyrstu umferð í fyrsta alvöru keppnisleik liðsins. Markahæsti leikmaður liðsins var Gunnar Þórir Björnsson með fjögur mörk. Á lokahófi félagsins var varnarmaðurinn Magnús Stefánsson valinn besti leikmaður tímabilsins. Þjálfari var Einar Sigtryggsson.

Miklar breytingar urðu á liði Hamranna eftir fyrsta tímabil félagsins. Stefán Rúnar Árnason tók við stjórn Hamranna og sankaði félagið að sér nýjum leikmönnum flesta frá KA og árangur liðsins bættist til muna. Liðið sigraði sex leiki, gerði tvo jafntefli og tapaði fjórum leikjum og enduðu í 3.sæti D-riðils með 20 stig og markatöluna 37-25. Hamrarnir tóku einnig þátt í VISA-bikar keppni karla og komust í 2. umferð eftir að hafa unnið Snört í forkeppni og Hvöt í fyrstu umferð. Bjarni Pálmason var markahæsti leikmaður liðsins með sextán mörk í ellefu deildarleikjum. Á lokahófi félagsins var Bjarni síðan einnig kosinn leikmaður ársins.

Stofnuð var kvennadeild innan Hamranna árið 2007 og tók kvennalið félagsins þátt í B-riðli 1. deildar. Kvennaliðið endaði í 3.sæti og voru því eins og karlaliðið einu sæti frá því að komast í úrslitakeppni um sæti í efri deild. Liðið sigraði sex leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði fimm leikjum. Þátttakan í VISA-bikarkeppni kvenna var stutt því Hamrarnir duttu út í fyrstu umferð. Markahæst var Guðrún Soffía Viðarsdóttir með níu mörk í ellefu leikjum.

Fyrir tímabilið 2008 sameinaðist liðið Vinum og spilaði liðið í B-riðli 3. deildar undir nafninu Hamrarnir/Vinir. Hamrarnir/Vinir spiluðu leiki sína í Reykjavík þetta sumarið og stóðu í lok sumarsins uppi sem 3. deildarmeistarar eftir sigur í úrslitaleik á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði.

Tímabilið 2009 voru Hamrarnir/Vinir með keppnisrétt í 2.deild en vegna manneklu og aðstöðuleysis þurfti félagið að sameinast ÍH og spila undir merkjum ÍH/HV. Endaði félagið í sjötta sæti. Á þessum tímapunkti var ljóst að ekki var mannskapur til að halda úti liði í Reykjavík undir merkjum Hamranna og spilaði ÍH því tímabilið 2010 undir sínu nafni í 2.deildinni. Hamrarnir tóku þátt eins og undanfarin ár í utandeildarkeppni KDN á Akureyri þetta sumar og stóðu uppi sem utandeildarmeistarar.

Hamrarnir tóku þátt í utandeild HSÍ veturinn 2009/2010 í fyrsta skiptið. Hafnaði félagið í 3-4. sæti eftir að hafa tapað í framlengingu í undanúrslitum gegn ÍR sem síðan stóðu uppi sem utandeildarmeistarar.

Veturinn 2010/2011 tóku Hamrarnir aftur þátt í utandeildinni og í þetta skiptið stóðu þeir uppi sem utandeildarmeistarar eftir sigur á Júmboys 27-25 eftir að hafa leitt með tíu mörkum i upphafi síðari hálfleiks. Hamrarnir tóku einnig þátt í Eimskipsbikarkeppni HSÍ og féll félagið út í 16 liða úrslitum gegn úrvalsdeildarliði Selfoss eftir að hafa slegið 1.deildarlið Fjölnis út í 32 liða úrslitum.

Hamrarnir urðu Íslandsmeistarar í bandý árið 2006.

Hamrarnir hafa frá árinu 2014 tekið þátt í deildarkeppni kvenna hjá KSÍ ásamt því að tefla fram sameiginlegu liði með Þór/KA í 2. flokki.

Stjórn Hamranna:

  • Formaður: Þorgeir Rúnar Finnsson
  • Varaformaður: Stefán Guðnason
  • Gjaldkeri: Gunnar Þórir Björnsson
  • Ritari: Arnór Sigmarsson
  • Meðstjórnandi: Sindri Kristjánsson

Íþróttamenn Hamranna

[breyta | breyta frumkóða]

Árlega er kosið um íþróttamann ársins hjá félaginu. Íþróttamenn sem hlotið hafa þann heiður eru:

Ár Nafn Íþróttagrein
2006 Magnús Stefánsson knattspyrna
2007 Bjarni Pálmason knattspyrna
2008 Hannes Rúnar Hannesson knattspyrna
2009 Hannes Rúnar Hannesson knattspyrna
2010 Stefán "Uxi" Guðnason handknattleikur
2011 Valdimar Þengilsson handknattleikur
2012 Ekki valið
2013 Heiðar Þór Aðalsteinsson handknattleikur
2014 Valdimar Þengilsson. handknattleikur
2015 Elva Marý Baldursdóttir knattspyrna
2016 Sara Mjöll Jóhannsdóttir knattspyrna
2017 Helena Jónsdóttir knattspyrna
2018 Harpa Jóhannsdóttir knattspyrna


  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.