Washington (fylki)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Washingtonfylki)
Washington
Fáni Washington Skjaldarmerki Washington
Fáni Skjaldarmerki
Gælunafn:
The Evergreen State (e. sígræna fylkið)
Kjörorð: Eventually (e. að lokum)
Washington merkt inn á kort af Bandaríkjunum
Washington merkt inn á kort af Bandaríkjunum
Nafn íbúa Washingtonian
Höfuðborg Olympia
Stærsta Borg Seattle
Flatarmál 18. stærsta í BNA
 - Alls 184.665 km²
 - Breidd 400 km
 - Lengd 580 km
 - % vatn 6,6
 - Breiddargráða 45° 33′ N til 49° N
 - Lengdargráða 116° 55′ V til 124° 46′ V
Íbúafjöldi 13. fjölmennasta í BNA
 - Alls 7.615.00 (áætlað 2019)
 - Þéttleiki byggðar 34,20/km²
25. þéttbyggðasta í BNA
Hæð yfir sjávarmáli  
 - Hæsti punktur Mount Rainier
4.395 m
 - Meðalhæð 520 m
 - Lægsti punktur Kyrrahafið
0 m
Varð opinbert fylki 11. nóvember 1889 (42. fylkið)
Ríkisstjóri Jay Inslee (D)
Vararíkisstjóri Brad Owen (D)
Öldungadeildarþingmenn Patty Murray (D)
Maria Cantwell (D)
Fulltrúadeildarþingmenn 6 demókratar, 3 repúblikanar
Tímabelti Pacific: UTC-8/-7
Styttingar WA US-WA
Vefsíða access.wa.gov
Bærinn Tacoma og Mount Rainier í bakgrunni
Kort

Washington er fylki á vesturströnd Bandaríkjanna. Höfuðborg fylkisins heitir Olympia. Seattle er stærsta borg fylkisins. Íbúar Washingtonfylkis eru rúmlega 7,6 milljónir talsins (2019).

Söguágrip[breyta | breyta frumkóða]

Spánverjar könnuðu fyrstir Evrópubúa landsvæðið sem tilheyrir Washington fylki á 18. öld. Síðar komu Bretar, þar á meðal James Cook, George Vancouver og David Thompson. Frumbyggjarnir sem fyrir voru fóru illa út úr bólusótt sem Evrópubúar komu með. Árið 1819 gáfu Spánverjar eftir landsvæði norður af 42 breiddargráðu. Washington varð fylki í Bandaríkjunum árið 1889 og varð þar með 42. fylkið í röðinni. Fylkið er nefnt eftir George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna.

Landafræði og náttúrufar[breyta | breyta frumkóða]

Washington-fylki er tæpir 185 þúsund ferkílómetra að stærð. Það liggur að Bresku Kólumbíu (Kanada) í norðri, Idaho í austri, Oregon í suðri og Kyrrahafinu í vestri. Columbia-fljót myndar að mestu fylkismörk milli Washingtonfylkis og Oregon. Puget-sund er langt sund sem gengur inn í land og við það stendur meðal annars borgirnar Seattle og Tacoma.

Skógar og fjalllendi eru áberandi landslagseinkenni í fylkinu. Skógar þekja 52% af fylkinu. Meðal trjátegunda eru fjallaþinur, marþöll, degli og ýmsar furutegundir. Villt spendýr eins og hjartardýr og bjarndýr lifa í og við skógana. Úlfar hafa hafið endurkomu sína í fylkið frá aldamótum og eru nú taldir vera 17 úlfahópar í fylkinu[1]

Frá norðri til suðurs liggur fjallahryggurinn Fossafjöll (Cascade range). Hæsta fjallið er Mount Rainier sem er 4.395 metrar að hæð og eldfjall. Annað eldfjall er Mount St. Helens. Árið 1980 myndaðist þrýstingur í fjallinu svo að stór hluti af toppnum sprakk og olli eyðileggingu og mannfalli. Ólympíufjöll eru í norðvestri og samnefndur skagi.

Þjóðgarðar í fylkinu eru Olympic-þjóðgarðurinn, Mount Rainier-þjóðgarðurinn, North Cascades-þjóðgarðurinn. Einnig eru fleiri vernduð svæði.

Samfélag[breyta | breyta frumkóða]

Um 60% íbúa búa á stór-Seattle svæðinu. Seattle er langstærsta borgin en á eftir koma Spokane og Tacoma með yfir 200 þúsund íbúa hver. Flugvélaiðnaður og tölvuiðnaður er meðal atvinnugreina. Bill Gates stofnaði Microsoft í Seattle.

77% eru hvítir, 7,2% asískir, 3,6% svartir og 1,5% frumbyggjar. Tæp 83% hafa ensku sem fyrsta mál en 8% íbúa hafa spænsku að móðurmáli.


  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. New wolf pack in Washington Skoðað 4. janúar 2016.