North Cascades-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af þjóðgarðinum.
Topparnir Mount Terror, Mount Degenhardt, Pinnacle Peak, The Pyramid, Inspiration Peak og McMillan Spires.
Mount Triumph.

North Cascades-þjóðgarðurinn (enska: North Cascades National Park) er þjóðgarður í norðurhluta Fossafjalla Washingtonfylkis. Hann var stofnaður árið 1969. Bergið þar er eldra en í suðurhluta Fossafjalla og eru þar snarbrött fjöll sem roföflin hafa mótað. Um 312 jöklar eru í þjóðgarðinum sem er það mesta í bandarískum þjóðgarði utan Alaska. Cascade Pass er vinsæl gönguleið en það skarð var notað sem leið af frumbyggjum svæðisins. 75 tegundir spendýra og 200 fuglategundir lifa þar.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „North Cascades National Park'“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. nóv. 2016.