Breska Kólumbía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Breska Kólumbía
Fáni Bresku Kólumbíu Skjaldarmerki Bresku Kólumbíu
(Fáni Bresku Kólumbíu) (Skjaldarmerki Bresku Kólumbíu)
Kjörorð: Splendor Sine Occasu (Óskertur Ljómi)
Kort af Bresku Kólumbíu
Önnur kanadísk fylki og yfirráðasvæði
Höfuðborg Victoría (Bresku Kólumbíu)
Stærsta borgin Vancouver
Fylkisstjóri Steven Point
Forsætisráðherra Gordon Campbell (Frjálslyndisflokkur Bresku Kólumbíu)
Svæði 944,735 km² (5. Sæti)
 - Land 925,186 km²
 - Vatn 19,549 km² (2,1%)
Fólksfjöldi (2011)
 - Fólksfjöldi 4.400.057 (3. Sæti)
 - Þéttleiki byggðar 4,8 /km² (7. Sæti)
Aðild í ríkjabandalagið
 - Dagsetning Júlí 20, 1871
 - Röð Sjöunda
Tímabelti UTC-8 & -7
Skipting á þingi
 - Neðri málstofa 36
 - Öldungadeild 6
Skammstafanir
 - Póstur BC
 - ISO 3166-2 CA-BC
Póstfangsforskeyti V
Vefur www.gov.bc.ca
Upphleypt kort af Bresku Kólumbíu.
Mount Robson í Klettafjöllum.

Breska Kólumbía er fylki suð-vestast í Kanada. Það var sjötta fylkið til að ganga í fylkjasambandið (sjöunda ef yfirráðasvæðin eru tekin með). Fjöll og skógar eru áberandi í landslagi fylkisins.

Söguágrip[breyta | breyta frumkóða]

Saga frumbyggja telur a.m.k. 10.000 ár á svæði Bresku Kólumbíu. Evrópskir landnemar námu land í stórum stíl á miðri 18. öld. Hudson bay félagið sem verslaði með skinn gaf svæðinu nafn árið 1858 eftir Kólumbíu ánni. Árið 1871 varð það 6. hérað Kanada. Síðasta legg kyrrahafslestarinnar (Pacific Rail) var lokið til Vancouver árið 1885 og með því urðu efnahagslegar framfarir. Skógarhögg varð æ mikilvægari grein.

Landafræði og náttúrufar[breyta | breyta frumkóða]

Landsvæði Bresku Kólumbíu þekur 944,735 km2. Fylkið á landamæri að Alberta í austri, Júkon, Norðvesturhéruðin og bandaríska fylkinu Alaska í norðri og bandarísku fylkjunum Washington, Idaho og Montana í suðri.

3/4 hlutar fylkisins er fjalllendi í yfir 1000 metra hæð, þar á meðal Klettafjöll í austri, Strandfjöll í vestri og Fossafjöll í suðri. Hæsta fjallið er Mount Fairweather nálægt landamærum Alaska og er 4,663 metrar yfir sjávarmáli. Í miðju fylkinu er háslétta þar sem rignir lítið og er hún hálfgróin og telst að hluta eyðimörk. Hins vegar er vesturhluti Vancouvereyju úrkomusamasti staður Norður-Ameríku. Ströndin er mjög vogskorin og með mörgum fjörðum og eyjum. Eyjaklasinn Haida Gwaii eru stærstu eyjarnar fyrir utan Vancouvereyju. Columbia-fljót á upptök sín í fylkinu og rennur til Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna.

Um 60% fylkisins er skógi vaxið. Mörg hundruð ára gömul tré eins og risalífviður, marþöll, degli og sitkagreni finnast í tempruðu regnskógunum við vesturströndina. Mikið er af blágreni, hvítgreni og fjallaþini inni í landi. Aðeins um 5% svæði fylkisins er hentugt til ræktunar.

Mörg vernduð svæði og þjóðgarðar eru innan Bresku Kólumbíu. 12,5% fylkisins er verndað land. Meðal þjóðgarða eru Glacier-þjóðgarðurinn, Kootenay-þjóðgarðurinn, Yoho-þjóðgarðurinn, Pacific Rim-þjóðgarðurinn og Mount Revelstoke-þjóðgarðurinn.

Samfélag[breyta | breyta frumkóða]

Fólksfjöldi í fylkinu var 4,6 milljónir árið 2013. Vancouver er stærsta borg fylkisins og þriðja stærsta borg Kanada. Borgin Victoria á Vancouvereyju er næststærsta borgin og höfuðborg fylkisins. Flestir íbúa fylkisins búa á svæðum Vancouver, Victoria og nálægum svæðum.

Um 72% starfa í þjónustugeiranum. Ferðaþjónusta, skógarhögg og fiskveiðar eru meðal atvinnugreina. Asískir innflytjendur eru um fjórðungur íbúa Bresku Kólumbíu.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „British Columbia“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. nóv. 2016.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]Svæði og héraðsumdæmi Bresku Kólumbíu Fáni Bresku Kólumbíu

Svæði: Nechako | North Coast | Peace River | Cariboo | Lower Mainland | Vancouver Island/Sunshine Coast | Okanagan | Thompson Nicola | Kootenays

Héraðsumdæmi: Alberni-Clayoquot | Bulkley-Nechako | Capital | Cariboo | Central Coast | Central Kootenay | Central Okanagan | Columbia-Shuswap | Comox-Strathcona | Cowichan Valley | East Kootenay | Fraser Valley | Fraser-Fort George | Greater Vancouver | Kitimat-Stikine | Kootenay Boundary | Mount Waddington | Nanaimo | North Okanagan | Northern Rockies | Okanagan-Similkameen | Peace River | Powell River | Skeena-Queen Charlotte | Squamish-Lillooet | Stikine | Sunshine Coast | Thompson-Nicola