Mount Rainier

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mount Rainier.

Mount Rainier (einnig þekkt sem Mount Tacoma) er hæsta fjall Washingtonfylkis í Bandaríkjunum. Það er 4392 metra há eldkeila og tilheyrir Fossafjöllum. Borgin Seattle er í 87 kílómetra fjarlægð frá fjallinu og er í hættu ef kemur til eldgoss. Síðustu gos í fjallinu voru milli 1820 og 1854. Jöklar á fjallinu þekja alls 93 ferkílómetra og eru þar stærstu jöklar Bandaríkjanna utan Alaska: Carbon Glacier er stærstu að rúmmáli og Emmons Glacier er stærstur að flatarmáli.

Mannskæðustu slys á fjallinu voru þegar 32 létust í flugslysi á því árið 1946 og þegar 11 létust í íshruni á jökli á fjallinu árið 1981. Þjóðgarðurinn Mount Rainier National Park nær yfir umhverfi fjallsins og var það fimmti þjóðgarður sem stofnaður var í Bandaríkjunum (árið 1899).

Nafn fjallsins er tilkomið þegar George Vancouver landkönnuður nefndi það eftir vini sínum aðmírálnum Peter Rainier.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Mount Rainier“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. september, 2016 2016.