Fara í innihald

Ólympíufjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ólympíufjöll (enska: Olympic Mountains) er fjallgarður í norðvestur-Washingtonfylki. Ólympíufjall (2.428 m) er hæsta fjallið þar. Austurhluti fjallanna er við Puget-sund og vesturfjöllin nálægt Kyrrahafi. Barrtré eins og sitkagreni, fjallaþinur, fjallaþöll og marþöll eru ráðandi trjátegundir í fjöllunum. Stærri spendýr eru t.d. svartbjörn og skógarhjörtur. Úlfi var útrýmt úr fjöllunum en klettafjallageit var komið fyrir þar á 20. öld til að veiða.

Olympic-þjóðgarðurinn nær yfir megnið af fjöllunum.

Fjöllin.