Fara í innihald

Spokane

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Spokane.
Riverfront Park.
Review Tower.
Cathedral of St. John.

Spokane er önnur stærsta borg Washingtonfylkis Bandaríkjanna með um 213.000 íbúa (2015). Borgin er staðsett við Spokane-fljót í austurhluta fylkisins vestur af Klettafjöllum, 30 km frá Idaho-fylki og 148 km frá kanadísku landamærunum.

Borgin óx fyrst sem verslunarstaður frá árinu 1810 en þá stofnaði breski landkönnuðurinn David Thompson til hans. Árið 1891 var nafni borgarinnar breytt úr Spokane Falls yfir í Spokane. Landbúnaður, náma- og timburvinnsla voru mikilvægustu atvinnugreinarnar þar til á 9. áratug 20. aldar. Árið 1974 var heimsýningin Expo haldin í borginni. Almenningsgarðurinn Riverfront Park var stofnaður eftir hátíðina og eru þar atburðir reglulega. Loftslagið í Spokane er talsvert þurrara en í vesturhluta Washingtonfylkis.


Fyrirmynd greinarinnar var „Spokane, Washington“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. feb. 2017.