Tangen-málið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Dag Tangen)
Jump to navigation Jump to search

Tangen-málið var mál sem kom upp árið 1988 vegna fréttaflutnings Ríkisútvarpsins (RÚV) um aðdraganda þess að Ísland gerðist stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu árið 1949. Í kvöldfréttum RÚV þann 9. nóvember 1987 sagði Jón E. Guðjónsson, fréttaritari RÚV í Osló í Noregi, frá rannsóknum Norðmannsins Dag Tangen sem hafði að sögn komist að því að Stefán Jóhann Stefánsson, forsætisráðherra Íslands 1947-9, hefði haft náið samráð við bandarísku alríkisþjónustuna (CIA). Seinna kom í ljós að ekki var fótur fyrir þessum ásökunum og olli málið talsverðum álitshnekki fyrir trúverðugleika RÚV.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.