Magnús Á. Árnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Magnús Á. Árnason (28. desember 189413. ágúst 1980) var íslenskur listmálari, högglistamaður, tónsmiður og þýðandi. Magnús var einn af stofnendum Félags Íslenskra myndlistarmanna (FÍM).

Magnús fæddist í Narfakoti, Innri-Njarðvík. Hann var sonur Árna Pálssonar, bónda og kennara, og konu hans, Sigríðar Magnúsdóttur. Magnús stundaði nám 1912-13 í Den Tekniske Sélskabs Skole í Kaupmannahöfn og var Thorsen kennari hans; 1918-22 í California School of Fine Arts í San Francisco, kennarar voru málararnir Lee Randolph og Spencer Macky og myndhöggvarinn Ralph Stackpole og árið 1924-26 í Anillaga Musical College, kennari hans þar var tónskáldið George Edwards.

Magnús var giftur Barböru Árnason listakonu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.